Stórlega vanmetið nám - listdans Sigrún Ósk Stefánsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:00 Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Skóla - og menntamál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun