„Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Júlíana Þóra Hálfdánardóttir skrifar 3. júlí 2020 19:00 Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. Stærsta mót ársins í frjálsíþróttum, meistaramót Íslands átti að fara fram á Laugardalsvelli helgina 25. og 26. júlí en eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku var ákveðið að færa mótið á Kópavogsvöll þar sem aðstæður á Laugardalsvelli stóðust ekki kröfur. Nú er svo komið að stjórn FRÍ hefur þurft með skömmum fyrirvara að færa mótið milli landshluta og mun það fara fram á Akureyri þar sem aðstæður og kröfur sambandsins fyrir því að mótið yrði haldið á Kópavogsvelli stóðust ekki. „Völlurinn í Kópavogi uppfyllti ekki skilyrði. Það stóð til að koma honum í stand en því miður gaf Kópavogur það frá sér rétt á lokametrunum. Þá lentum við í þessari stöðu. Við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin, það er algjörlega augljóst. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum að uppbyggingu þar sem frjálsar eru teknar með í reikninginn. Við viljum eiga samtal, ekki lenda í uppákomum eins og hér þar sem kastaðstaðan er í raun ónýt þar sem var settur gervigrasvöllur inn á lendingarsvæði fyrir spjót og sleggju,“ sagði Freyr Ólafsson formaður FRÍ. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin staðið sig frábærlega og Kópavogur þar á meðal, Kópavogur er búinn að byggja þennan völl og hefur haldið honum vel við, þó svo að þeir hafi stigið þetta óheillaskref með því að setja gervigras á völlinn.“ Mikilvægt er að íslenskt frjálsíþróttafólk hafi aðgang að löglegum alþjóðarvelli en eins og staðan er í heiminum í dag vegna Covid-19 þá er ekki mikið um mót sem okkar fólk getur keppt á sem gefur rétt til þátttöku á til dæmis Ólympíuleikunum svo þessi möguleiki þarf að vera til staðar. Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Sjá meira
Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. Stærsta mót ársins í frjálsíþróttum, meistaramót Íslands átti að fara fram á Laugardalsvelli helgina 25. og 26. júlí en eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku var ákveðið að færa mótið á Kópavogsvöll þar sem aðstæður á Laugardalsvelli stóðust ekki kröfur. Nú er svo komið að stjórn FRÍ hefur þurft með skömmum fyrirvara að færa mótið milli landshluta og mun það fara fram á Akureyri þar sem aðstæður og kröfur sambandsins fyrir því að mótið yrði haldið á Kópavogsvelli stóðust ekki. „Völlurinn í Kópavogi uppfyllti ekki skilyrði. Það stóð til að koma honum í stand en því miður gaf Kópavogur það frá sér rétt á lokametrunum. Þá lentum við í þessari stöðu. Við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin, það er algjörlega augljóst. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum að uppbyggingu þar sem frjálsar eru teknar með í reikninginn. Við viljum eiga samtal, ekki lenda í uppákomum eins og hér þar sem kastaðstaðan er í raun ónýt þar sem var settur gervigrasvöllur inn á lendingarsvæði fyrir spjót og sleggju,“ sagði Freyr Ólafsson formaður FRÍ. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin staðið sig frábærlega og Kópavogur þar á meðal, Kópavogur er búinn að byggja þennan völl og hefur haldið honum vel við, þó svo að þeir hafi stigið þetta óheillaskref með því að setja gervigras á völlinn.“ Mikilvægt er að íslenskt frjálsíþróttafólk hafi aðgang að löglegum alþjóðarvelli en eins og staðan er í heiminum í dag vegna Covid-19 þá er ekki mikið um mót sem okkar fólk getur keppt á sem gefur rétt til þátttöku á til dæmis Ólympíuleikunum svo þessi möguleiki þarf að vera til staðar. Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Sjá meira