Markvörðurinn magnaði sá leikjahæsti frá upphafi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 16:15 Buffon í leiknum gegn Torínó. Nicolò Campo/Getty Images Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tók hann fram úr goðsögninni Paolo Maldini sem lék allan sinn feril með AC Milan. Buffon stóð á milli stanganna í leik Juventus og nágranna þeirra í Torínó. Fór það svo að áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus unnu leikinn örugglega 4-1. Liðið er þar með komið í frábæra stöðu til að landa sínum níunda meistaratitli í röð en aðrir eins yfirburðir hafa ekki sést í ítölsku deildinni. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var sá 648. deildarleikur markvarðarins magnaða á ferlinum. Þar með hefur Buffon leikið einum leik meira en Maldini gerði. Juventus var vel undirbúið fyrir þetta magnaða afrek en treyjur liðsins voru sérstaklega merktar til heiðurs þessa magnaða leikmanns. Treyjur Juventus voru merktar sérstaklega í tilefni dagsins.Valerio Pennicino/Getty Images Töluvert er síðan Buffon lék sinn fyrsta leik í deildinni en hann lék með – þáverandi – stórliði Parma árið 1995, rétt áður en hann varð 18 ára gamall. Buffon fór svo til Juventus sumarið 2001 og varð þar með dýrasti markvörður heims. Var hann dýrasti markvörður heims allt þangað til Manchester City fjárfesti í Ederson Moraes sumarið 2017. Juventus signed a 23-year-old Gigi Buffon on this day 19 years ago pic.twitter.com/8ggTLTe6Qj— B/R Football (@brfootball) July 3, 2020 Buffon lék með Juventus allt til 2018 þegar hann samdi við Paris Saint-Germain í Frakklandi til eins árs. Snéri hann aftur til Juventus að því loknu með því loforði að hann fengi tækifæri til að bæta leikjamet Maldini. Sem stendur er Wojciech Tomasz Szczęsny, fyrrum markvörður Arsenal, aðalmarkvörður Juventus. Hinn 42 ára gamli Buffon ætlar þó að vera honum aðeins lengur til halds og trausts en Buffon framlengdi samning sinn á dögum út tímabilið 2020/2021. Þegar hanskarnir loks fara á hilluna frægu hefur Buffon gefið það út að hann muni setjast á skólabekk og klára gagnfræðiskóla. Buffon lék á sínum tíma 176 landsleiki fyrir ítalska landsliðið. Var hann einn af mönnunum sem sá til þess að liðið varð heimsmeistari sumarið 2006. Þá á hann silfur frá Evrópumótinu 2012 ásamt Fótbolti Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tók hann fram úr goðsögninni Paolo Maldini sem lék allan sinn feril með AC Milan. Buffon stóð á milli stanganna í leik Juventus og nágranna þeirra í Torínó. Fór það svo að áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus unnu leikinn örugglega 4-1. Liðið er þar með komið í frábæra stöðu til að landa sínum níunda meistaratitli í röð en aðrir eins yfirburðir hafa ekki sést í ítölsku deildinni. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var sá 648. deildarleikur markvarðarins magnaða á ferlinum. Þar með hefur Buffon leikið einum leik meira en Maldini gerði. Juventus var vel undirbúið fyrir þetta magnaða afrek en treyjur liðsins voru sérstaklega merktar til heiðurs þessa magnaða leikmanns. Treyjur Juventus voru merktar sérstaklega í tilefni dagsins.Valerio Pennicino/Getty Images Töluvert er síðan Buffon lék sinn fyrsta leik í deildinni en hann lék með – þáverandi – stórliði Parma árið 1995, rétt áður en hann varð 18 ára gamall. Buffon fór svo til Juventus sumarið 2001 og varð þar með dýrasti markvörður heims. Var hann dýrasti markvörður heims allt þangað til Manchester City fjárfesti í Ederson Moraes sumarið 2017. Juventus signed a 23-year-old Gigi Buffon on this day 19 years ago pic.twitter.com/8ggTLTe6Qj— B/R Football (@brfootball) July 3, 2020 Buffon lék með Juventus allt til 2018 þegar hann samdi við Paris Saint-Germain í Frakklandi til eins árs. Snéri hann aftur til Juventus að því loknu með því loforði að hann fengi tækifæri til að bæta leikjamet Maldini. Sem stendur er Wojciech Tomasz Szczęsny, fyrrum markvörður Arsenal, aðalmarkvörður Juventus. Hinn 42 ára gamli Buffon ætlar þó að vera honum aðeins lengur til halds og trausts en Buffon framlengdi samning sinn á dögum út tímabilið 2020/2021. Þegar hanskarnir loks fara á hilluna frægu hefur Buffon gefið það út að hann muni setjast á skólabekk og klára gagnfræðiskóla. Buffon lék á sínum tíma 176 landsleiki fyrir ítalska landsliðið. Var hann einn af mönnunum sem sá til þess að liðið varð heimsmeistari sumarið 2006. Þá á hann silfur frá Evrópumótinu 2012 ásamt
Fótbolti Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira