Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 06:02 Kristófer Oliversson er formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. „Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Sjá meira
„Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Sjá meira