Hugsaði „Ég er dauð, ég er dauð“ þegar kletturinn hrundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 11:00 Margrét Rósa Kristjánsdóttir forðaði sér naumlega undan grjóthruni í Esjunni um helgina. Vísir/Gulli Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“ Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“
Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28