Martin: „Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga“ Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 19:30 Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira