Arnar: Fannst við tapa leiknum frekar en Valur að hafi unnið hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2020 20:33 Arnar segir að Víkingar megi ekki láta mótlætið buga sig. vísir/daníel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, bar sig vel eftir 1-5 tap fyrir Val í kvöld. Hann sagði að dýrkeypt mistök hefðu orðið bikarmeisturunum að falli. „Þetta eru vonbrigði. Þetta var mjög skrítinn leikur að mörgu leyti. Við töpuðum 1-5 en það kæmi mér ekki á óvart að Hannes yrði valinn maður leiksins,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrstu 20 mínúturnar voru frábærar en við nýttum ekki meðbyrinn nægilega vel. Við vorum hrikalega miklir klaufar í vörninni. Mér fannst eins og Valur hafi skorað eftir hver einustu mistök sem við gerðum. Valsmenn refsuðu okkur grimmilega. Mér fannst við tapa leiknum frekar en Valur að hafi unnið hann.“ Víkingur komst yfir á 4. mínútu en Valur jafnaði fjórum mínútum síðar og leit ekki til baka eftir það. „Fyrstu 20 mínúturnar voru frábærar og ég hélt við ætluðum að rúlla yfir þá. En svo fengu þeir eina sókn og skoruðu. Svo fylgdu mistök í kjölfarið og mig minnir að við höfum fengið tvö dauðafæri í stöðunni 1-1. Það er stutt á milli. Þetta er fínn lærdómur fyrir marga af okkar leikmönnum,“ sagði Arnar. „Þetta minnti mig svolítið á Víkingsliðið fyrri hluta síðasta tímabils. Við gerðum barnaleg mistök sem reyndust dýrkeypt.“ Víkingur hefur tapað tveimur leikjum í röð og er aðeins með fimm stig eftir fimm umferðir í Pepsi Max-deildinni. „Ég hef engar áhyggjur. Menn eru að vorkenna sjálfum sér núna og finnst eins allt gangi okkur í mót. Við þurfum að hætta að væla og vinna vinnuna okkar. Við erum með fínasta lið og þurfum bara að girða okkur aðeins í brók og gera betur næst,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, bar sig vel eftir 1-5 tap fyrir Val í kvöld. Hann sagði að dýrkeypt mistök hefðu orðið bikarmeisturunum að falli. „Þetta eru vonbrigði. Þetta var mjög skrítinn leikur að mörgu leyti. Við töpuðum 1-5 en það kæmi mér ekki á óvart að Hannes yrði valinn maður leiksins,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrstu 20 mínúturnar voru frábærar en við nýttum ekki meðbyrinn nægilega vel. Við vorum hrikalega miklir klaufar í vörninni. Mér fannst eins og Valur hafi skorað eftir hver einustu mistök sem við gerðum. Valsmenn refsuðu okkur grimmilega. Mér fannst við tapa leiknum frekar en Valur að hafi unnið hann.“ Víkingur komst yfir á 4. mínútu en Valur jafnaði fjórum mínútum síðar og leit ekki til baka eftir það. „Fyrstu 20 mínúturnar voru frábærar og ég hélt við ætluðum að rúlla yfir þá. En svo fengu þeir eina sókn og skoruðu. Svo fylgdu mistök í kjölfarið og mig minnir að við höfum fengið tvö dauðafæri í stöðunni 1-1. Það er stutt á milli. Þetta er fínn lærdómur fyrir marga af okkar leikmönnum,“ sagði Arnar. „Þetta minnti mig svolítið á Víkingsliðið fyrri hluta síðasta tímabils. Við gerðum barnaleg mistök sem reyndust dýrkeypt.“ Víkingur hefur tapað tveimur leikjum í röð og er aðeins með fimm stig eftir fimm umferðir í Pepsi Max-deildinni. „Ég hef engar áhyggjur. Menn eru að vorkenna sjálfum sér núna og finnst eins allt gangi okkur í mót. Við þurfum að hætta að væla og vinna vinnuna okkar. Við erum með fínasta lið og þurfum bara að girða okkur aðeins í brók og gera betur næst,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira