Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann ýmislegt vera réttmætt í gagnrýninni, en annað væri beinlínis rangt. Hann áréttaði í upphafi að öll málefnaleg gagnrýni væri af hinu góða. Það væri nauðsynlegt að endurmeta aðgerðirnar reglulega, enda þyrfti hann að taka ákvörðun um áherslur þegar hann gerði tillögur til heilbrigðisráðherra lögum samkvæmt. Þó væri margt sem hefði komið fram fjarri sannleikanum. Eftir ákvörðun Kára Stefánssonar um að Íslensk erfðagreining myndi ekki lengur taka þátt í skimunum á landamærunum var ljóst að hlutverk Landspítalans í þeim aðgerðum yrði umfangsmeira. Var það gagnrýnt, meðal annars af yfirlækni á Covid-göngudeild Landspítalans sem sagði það augljósa sóun á almannafé. Þórólfur sagði það alrangt að um milljarðakostnað væri að ræða. Kostnaðurinn sem félli á Landspítalann snerist að mestu að því að uppfæra aðstöðu og tækjabúnað veirufræðideildarinnar og mikil þörf væri á því. Því væri frekar hægt að líta á það sem fjárfestingu til framtíðar. Sá kostnaður sem kæmi til vegna þátttöku Landspítalans færi því að mestu í að greiða fyrir mannafla og þá vaktavinnu sem starfsfólk þyrfti að vinna. Hann væri þó langt frá því að hlaupa á milljörðum. „Þetta er náttúrulega tala sem er fjarri öllu lagi,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann einhverja tala um að það ætti að hætta skimunum nú þegar. Sjálfur væri hann á því að skima ætti út júlímánuð en hann hefði sjálfur sagt að breytingar yrðu á. Eins og staðan væri núna stæði einungis til að skima út júlí en síðan yrði tekin ný ákvörðun. „Ég tel nú ekki mikið bera á milli þar.“ Að lokum sagði hann alrangt að halda því fram að það væri ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum á heilbrigðum einstaklingum. Í leyfisveitingu rannsóknarstofu Landspítalans í sýkla- og veirufræði frá árinu 2010 og samningum frá árinu 2015 kæmi skýrt fram að rannsóknarstofan ætti að taka þátt í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann ýmislegt vera réttmætt í gagnrýninni, en annað væri beinlínis rangt. Hann áréttaði í upphafi að öll málefnaleg gagnrýni væri af hinu góða. Það væri nauðsynlegt að endurmeta aðgerðirnar reglulega, enda þyrfti hann að taka ákvörðun um áherslur þegar hann gerði tillögur til heilbrigðisráðherra lögum samkvæmt. Þó væri margt sem hefði komið fram fjarri sannleikanum. Eftir ákvörðun Kára Stefánssonar um að Íslensk erfðagreining myndi ekki lengur taka þátt í skimunum á landamærunum var ljóst að hlutverk Landspítalans í þeim aðgerðum yrði umfangsmeira. Var það gagnrýnt, meðal annars af yfirlækni á Covid-göngudeild Landspítalans sem sagði það augljósa sóun á almannafé. Þórólfur sagði það alrangt að um milljarðakostnað væri að ræða. Kostnaðurinn sem félli á Landspítalann snerist að mestu að því að uppfæra aðstöðu og tækjabúnað veirufræðideildarinnar og mikil þörf væri á því. Því væri frekar hægt að líta á það sem fjárfestingu til framtíðar. Sá kostnaður sem kæmi til vegna þátttöku Landspítalans færi því að mestu í að greiða fyrir mannafla og þá vaktavinnu sem starfsfólk þyrfti að vinna. Hann væri þó langt frá því að hlaupa á milljörðum. „Þetta er náttúrulega tala sem er fjarri öllu lagi,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann einhverja tala um að það ætti að hætta skimunum nú þegar. Sjálfur væri hann á því að skima ætti út júlímánuð en hann hefði sjálfur sagt að breytingar yrðu á. Eins og staðan væri núna stæði einungis til að skima út júlí en síðan yrði tekin ný ákvörðun. „Ég tel nú ekki mikið bera á milli þar.“ Að lokum sagði hann alrangt að halda því fram að það væri ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum á heilbrigðum einstaklingum. Í leyfisveitingu rannsóknarstofu Landspítalans í sýkla- og veirufræði frá árinu 2010 og samningum frá árinu 2015 kæmi skýrt fram að rannsóknarstofan ætti að taka þátt í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00
Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12