Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 17:54 Pólverjar á Íslandi streymdu á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun. Vísir/Baldur Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. Það er töluvert meira en á sama tíma í fyrstu umferð og meira en sjö prósentum hærra en á sama tíma í forsetakosningunum 2015. Talið er að mjótt geti orðið á munum milli frambjóðendanna tveggja, Andrezj Duda núverandi forseta landsins og fyrrverandi þingmanns stjórnarflokksins Lög og réttlæti, og mótframbjóðanda hans Rafał Trzaskowski borgarstjóra Varsjár. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinseginfólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólverjar á Íslandi hafa streymt á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því í morgun en á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag. Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. Það er töluvert meira en á sama tíma í fyrstu umferð og meira en sjö prósentum hærra en á sama tíma í forsetakosningunum 2015. Talið er að mjótt geti orðið á munum milli frambjóðendanna tveggja, Andrezj Duda núverandi forseta landsins og fyrrverandi þingmanns stjórnarflokksins Lög og réttlæti, og mótframbjóðanda hans Rafał Trzaskowski borgarstjóra Varsjár. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinseginfólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólverjar á Íslandi hafa streymt á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því í morgun en á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag.
Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00