Semja um nýtt hjúkrunarheimili Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2020 10:09 Úr Reykjanesbæ þar sem hjúkrunarheimilinu er ætlað að rísa. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sextíu herbergja hjúkrunarheimili mun rísa í Reykjanesbæ, gangi fyrirætlanir hins opinbera og bæjarfélagsins eftir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, eru sögð hafa undirritað samning á dögunum þess efnis, en stefnt sé að því að heimilið verði tekið í notkun 2023. Áætluð stærð nýja hjúkrunarheimilisins er um 3900 fermetrar og áætlaður framkvæmdarkostnaður er um 2.435 milljónir króna. Í tilkynningu sem almannatengslafyrirtæki sendir fyrir hönd Reykjanesbæjar segir að nýbyggingin muni rísa við hlið núverandi hjúkrunarheimlis á Nesvöllum - „og verður samtengd því í samræmi við áherslur Reykjanesbæjar,“ eins og það er orðað. Rísi hjúkrunarheimilið myndi hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu fjölga um 30. „Hin 30 rýmin koma í stað þeirrar rýma sem nú eru í notkun hjúkrunarheimilinu á Hlévangi, en því verður þá lokað,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. Þar er þess jafnframt getið að framkvæmdin sé á höndum sveitarfélagsins, samkvæmt fyrrnefndum samningi. „Reykjanesbær annast fjármögnun framkvæmdakostnaðar en heilbrigðisráðuneytið greiðir sveitarfélaginu 85% kostnaðarins á árunum 2020-2023 í samræmi við framvindu verksins. Sveitarfélagið mun greiða 15% af framkvæmdakostnaði.“ Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sextíu herbergja hjúkrunarheimili mun rísa í Reykjanesbæ, gangi fyrirætlanir hins opinbera og bæjarfélagsins eftir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, eru sögð hafa undirritað samning á dögunum þess efnis, en stefnt sé að því að heimilið verði tekið í notkun 2023. Áætluð stærð nýja hjúkrunarheimilisins er um 3900 fermetrar og áætlaður framkvæmdarkostnaður er um 2.435 milljónir króna. Í tilkynningu sem almannatengslafyrirtæki sendir fyrir hönd Reykjanesbæjar segir að nýbyggingin muni rísa við hlið núverandi hjúkrunarheimlis á Nesvöllum - „og verður samtengd því í samræmi við áherslur Reykjanesbæjar,“ eins og það er orðað. Rísi hjúkrunarheimilið myndi hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu fjölga um 30. „Hin 30 rýmin koma í stað þeirrar rýma sem nú eru í notkun hjúkrunarheimilinu á Hlévangi, en því verður þá lokað,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. Þar er þess jafnframt getið að framkvæmdin sé á höndum sveitarfélagsins, samkvæmt fyrrnefndum samningi. „Reykjanesbær annast fjármögnun framkvæmdakostnaðar en heilbrigðisráðuneytið greiðir sveitarfélaginu 85% kostnaðarins á árunum 2020-2023 í samræmi við framvindu verksins. Sveitarfélagið mun greiða 15% af framkvæmdakostnaði.“
Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira