Aftur þykir Boris ruglingslegur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2020 16:05 Boris Johnson skartaði grímu þegar hann heimsótti höfuðstöðvar sjúkraflutninga Lundúna í morgun. ap/Ben Stansall Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira