Elín Jóna leikmaður ársins og kampavínið flæddi Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2020 23:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir með verðlaunin sín sem leikmaður ársins. mynd/@elinjona_96 Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, var um helgina útnefnd besti leikmaður tímabilsins hjá danska félaginu Vendsyssel, annað árið í röð. Elín Jóna átti stóran þátt í því að Vendsyssel var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar hlé var gert á keppni í mars í vegna kórónuveirufaraldursins. Að lokum var ákveðið að blása tímabilið af og staðan í mars látin gilda sem lokastaða, og því fékk Vendsyssel sæti í úrvalsdeildinni. Það var ekki fyrr en nú um helgina sem að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem koma að Vendsyssel-liðinu gátu fagnað úrvalsdeildarsætinu saman með viðeigandi hætti. Hópurinn snæddi veislumat saman og kampavínið fékk að flæða enda félagið ekki verið í úrvalsdeild frá því að það var stofnað árið 2011. Elín Jóna fékk svo verðlaun sín sem besti leikmaður tímabilsins. View this post on Instagram Sturlað tímabil toppað með að vera valinn leikmaður ársins Er svo stolt af liðinu og því sem við höfum afrekað á þessu timabili. Nú bíður bara úrvalsdeildin - Vild sæson toppet med prisen som årets spiller jeg er stolt af holdet og det vi har opnået denne sæson Nu venter LIGAEN #veha1elin A post shared by Elín Jóna (@elinjona_96) on Jul 11, 2020 at 1:15pm PDT Elín Jóna skrifaði í vor undir nýjan samning við Vendsyssel sem gildir til næstu tveggja ára. Við það tilefni sagði þjálfari liðsins, Kent Ballegaard, að þessi fyrrverandi Haukakona væri án nokkurs vafa besti markvörður deildarinnar og að oft hefði hún tryggt liði sínu sigur. „Hún er mikilvægur hlekkur í framtíð Vendsyssel. Elín gæti átt mjög bjarta framtíð og við ætlum að vinna saman að því, og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ballegaard. View this post on Instagram I ga r holdte vi guld- og grillfest, hvor vi fejrede vores oprykning i @dameligaen @elinjona_96 blev ka ret som a rets spiller for sæsonen 19/20! A post shared by Vendsyssel Håndbold (@vendsysselhaandbold) on Jul 12, 2020 at 8:07am PDT Elín Jóna hefur fengið hornamanninn Steinunni Hansdóttur sem liðsfélaga fyrir næstu leiktíð og eru æfingar hafnar hjá Vendsyssel sem á bikarleik við Horsens 13. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni á að fara fram 26. ágúst. Danski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17 Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15 Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, var um helgina útnefnd besti leikmaður tímabilsins hjá danska félaginu Vendsyssel, annað árið í röð. Elín Jóna átti stóran þátt í því að Vendsyssel var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar hlé var gert á keppni í mars í vegna kórónuveirufaraldursins. Að lokum var ákveðið að blása tímabilið af og staðan í mars látin gilda sem lokastaða, og því fékk Vendsyssel sæti í úrvalsdeildinni. Það var ekki fyrr en nú um helgina sem að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem koma að Vendsyssel-liðinu gátu fagnað úrvalsdeildarsætinu saman með viðeigandi hætti. Hópurinn snæddi veislumat saman og kampavínið fékk að flæða enda félagið ekki verið í úrvalsdeild frá því að það var stofnað árið 2011. Elín Jóna fékk svo verðlaun sín sem besti leikmaður tímabilsins. View this post on Instagram Sturlað tímabil toppað með að vera valinn leikmaður ársins Er svo stolt af liðinu og því sem við höfum afrekað á þessu timabili. Nú bíður bara úrvalsdeildin - Vild sæson toppet med prisen som årets spiller jeg er stolt af holdet og det vi har opnået denne sæson Nu venter LIGAEN #veha1elin A post shared by Elín Jóna (@elinjona_96) on Jul 11, 2020 at 1:15pm PDT Elín Jóna skrifaði í vor undir nýjan samning við Vendsyssel sem gildir til næstu tveggja ára. Við það tilefni sagði þjálfari liðsins, Kent Ballegaard, að þessi fyrrverandi Haukakona væri án nokkurs vafa besti markvörður deildarinnar og að oft hefði hún tryggt liði sínu sigur. „Hún er mikilvægur hlekkur í framtíð Vendsyssel. Elín gæti átt mjög bjarta framtíð og við ætlum að vinna saman að því, og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ballegaard. View this post on Instagram I ga r holdte vi guld- og grillfest, hvor vi fejrede vores oprykning i @dameligaen @elinjona_96 blev ka ret som a rets spiller for sæsonen 19/20! A post shared by Vendsyssel Håndbold (@vendsysselhaandbold) on Jul 12, 2020 at 8:07am PDT Elín Jóna hefur fengið hornamanninn Steinunni Hansdóttur sem liðsfélaga fyrir næstu leiktíð og eru æfingar hafnar hjá Vendsyssel sem á bikarleik við Horsens 13. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni á að fara fram 26. ágúst.
Danski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17 Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15 Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17
Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15
Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31