Elín Jóna leikmaður ársins og kampavínið flæddi Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2020 23:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir með verðlaunin sín sem leikmaður ársins. mynd/@elinjona_96 Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, var um helgina útnefnd besti leikmaður tímabilsins hjá danska félaginu Vendsyssel, annað árið í röð. Elín Jóna átti stóran þátt í því að Vendsyssel var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar hlé var gert á keppni í mars í vegna kórónuveirufaraldursins. Að lokum var ákveðið að blása tímabilið af og staðan í mars látin gilda sem lokastaða, og því fékk Vendsyssel sæti í úrvalsdeildinni. Það var ekki fyrr en nú um helgina sem að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem koma að Vendsyssel-liðinu gátu fagnað úrvalsdeildarsætinu saman með viðeigandi hætti. Hópurinn snæddi veislumat saman og kampavínið fékk að flæða enda félagið ekki verið í úrvalsdeild frá því að það var stofnað árið 2011. Elín Jóna fékk svo verðlaun sín sem besti leikmaður tímabilsins. View this post on Instagram Sturlað tímabil toppað með að vera valinn leikmaður ársins Er svo stolt af liðinu og því sem við höfum afrekað á þessu timabili. Nú bíður bara úrvalsdeildin - Vild sæson toppet med prisen som årets spiller jeg er stolt af holdet og det vi har opnået denne sæson Nu venter LIGAEN #veha1elin A post shared by Elín Jóna (@elinjona_96) on Jul 11, 2020 at 1:15pm PDT Elín Jóna skrifaði í vor undir nýjan samning við Vendsyssel sem gildir til næstu tveggja ára. Við það tilefni sagði þjálfari liðsins, Kent Ballegaard, að þessi fyrrverandi Haukakona væri án nokkurs vafa besti markvörður deildarinnar og að oft hefði hún tryggt liði sínu sigur. „Hún er mikilvægur hlekkur í framtíð Vendsyssel. Elín gæti átt mjög bjarta framtíð og við ætlum að vinna saman að því, og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ballegaard. View this post on Instagram I ga r holdte vi guld- og grillfest, hvor vi fejrede vores oprykning i @dameligaen @elinjona_96 blev ka ret som a rets spiller for sæsonen 19/20! A post shared by Vendsyssel Håndbold (@vendsysselhaandbold) on Jul 12, 2020 at 8:07am PDT Elín Jóna hefur fengið hornamanninn Steinunni Hansdóttur sem liðsfélaga fyrir næstu leiktíð og eru æfingar hafnar hjá Vendsyssel sem á bikarleik við Horsens 13. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni á að fara fram 26. ágúst. Danski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17 Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15 Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, var um helgina útnefnd besti leikmaður tímabilsins hjá danska félaginu Vendsyssel, annað árið í röð. Elín Jóna átti stóran þátt í því að Vendsyssel var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar hlé var gert á keppni í mars í vegna kórónuveirufaraldursins. Að lokum var ákveðið að blása tímabilið af og staðan í mars látin gilda sem lokastaða, og því fékk Vendsyssel sæti í úrvalsdeildinni. Það var ekki fyrr en nú um helgina sem að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem koma að Vendsyssel-liðinu gátu fagnað úrvalsdeildarsætinu saman með viðeigandi hætti. Hópurinn snæddi veislumat saman og kampavínið fékk að flæða enda félagið ekki verið í úrvalsdeild frá því að það var stofnað árið 2011. Elín Jóna fékk svo verðlaun sín sem besti leikmaður tímabilsins. View this post on Instagram Sturlað tímabil toppað með að vera valinn leikmaður ársins Er svo stolt af liðinu og því sem við höfum afrekað á þessu timabili. Nú bíður bara úrvalsdeildin - Vild sæson toppet med prisen som årets spiller jeg er stolt af holdet og det vi har opnået denne sæson Nu venter LIGAEN #veha1elin A post shared by Elín Jóna (@elinjona_96) on Jul 11, 2020 at 1:15pm PDT Elín Jóna skrifaði í vor undir nýjan samning við Vendsyssel sem gildir til næstu tveggja ára. Við það tilefni sagði þjálfari liðsins, Kent Ballegaard, að þessi fyrrverandi Haukakona væri án nokkurs vafa besti markvörður deildarinnar og að oft hefði hún tryggt liði sínu sigur. „Hún er mikilvægur hlekkur í framtíð Vendsyssel. Elín gæti átt mjög bjarta framtíð og við ætlum að vinna saman að því, og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ballegaard. View this post on Instagram I ga r holdte vi guld- og grillfest, hvor vi fejrede vores oprykning i @dameligaen @elinjona_96 blev ka ret som a rets spiller for sæsonen 19/20! A post shared by Vendsyssel Håndbold (@vendsysselhaandbold) on Jul 12, 2020 at 8:07am PDT Elín Jóna hefur fengið hornamanninn Steinunni Hansdóttur sem liðsfélaga fyrir næstu leiktíð og eru æfingar hafnar hjá Vendsyssel sem á bikarleik við Horsens 13. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni á að fara fram 26. ágúst.
Danski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17 Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15 Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17
Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15
Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31