Skagamenn ekki skorað jafn mikið síðan þeir unnu síðast tvöfalt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 13:30 Stefán Teitur Þórðarson hefur skorað þrjú af fimmtán mörkum ÍA í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/hag ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira