Terry Crews á Íslandi: „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:54 Crews var alveg til í myndatöku með börnunum. Helga Þórey Júlíusdóttir Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“ Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira