Annar þáttur Steve Dagskrá verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn hefst strax eftir Pepsi Max Stúkuna klukkan 22:35.
Að þessu sinni skelltu þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson sér á Origo-völlinn og sáu leik Vals og ÍA.
Fyrir leikinn kíktu strákarnir í Fjósið á Hlíðarenda þar sem stuðningsmenn Vals koma saman fyrir leiki.
Andri og Vilhjálmur skoðuðu m.a. myndirnar á veggjum Fjóssins. Þar má sjá ýmsar kunnar kempur úr sögu Vals, eins og sjálfan séra Friðrik Friðriksson.
Strákarnir fundu m.a. mynd sem var tekin af séra Friðrik í Fjósinu og líktu skemmtilega eftir henni.
Innslagið úr Steve Dagskrá má sjá hér fyrir neðan.