Heimurinn í greipum heimsfaraldurs Böðvar Jónsson skrifar 15. júlí 2020 08:00 Þegar við stöldrum við í dag og horfum yfir heimssviðið þá er ljóst að mannkynið er að glíma við erfiðleika og fara í gegnum umbrotatímasem ekki eiga sér hliðstæðu í nánustu fortíð. Það jákvæða er að mannkynið hefur aldrei verið betur undir það búið að takast á við vanda af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Lausnarorðið er eining. Það sem stendur að baki þessari fullyrðingu er sú staðreynd að í raun er heimurinn eins og eitt land. Við grípum farsímann upp úr vasanum og hringjum til annarra heimsálfa jafn fjarlægra og Ásralíu rétt eins og við værum að hringja til Akureyrar eða Neskaupstaðar. Haldnir eru fundir og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru dreifðir vítt og breitt um hnöttinn og horfast í augu gegnum tölvuskjáinn. Þetta er aðeins brot af þeim tæknimöguleikum sem ættu að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að mannkynið sé í raun eitt, og stór hluti þeirra einstaklinga sem það mynda innan seilingar hvers annars. En ekki bara það heldur eru þessar tengingar nánast alfarið óháðar landamærum þjóðríkjanna og gefa þannig tilfinningu fyrir að jörðin sé í reynd eitt land og mannkynið íbúar þess. Sendingar sem bárust frá Kína með hjálpargögn til Ítalíu vegna Covid 19 benda til þess að einhverjir í Kína hafi komið auga á þetta. Skilaboðin sem fylgdu einni sendingunni og rituð voru á stóran borða hljóðuðu svo: Við erum öldur á einu hafi, lauf á einu tré, blóm í einum garði. Þetta er myndlíking þar sem „við“ vísar til mannanna barna. Tilvitnun sem fylgdi annarri sendingu var á þessa leið: Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur sameinað allan heiminn. Þarna er greinilega vísa til einingar allra sem heiminn byggja án tillits til kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis eða annarra augljósra fordóma, sem lítils eru verðir. Þessi síðasta tilvitnun minnir á orð yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nokkru, þegar hann sagði „..að skortur á einingu væri meiri ógn en corona vírusinn sjálfur..“ þannig að aðeins í einingu muni mannkynið sigrast á heimsfaraldrinum sem skapast hefur af Covid 19 veirunni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur ekki látið sitt eftir liggja og ítrekað hvatt til einingar og samstöðu gegn þeim vágesti sem skapar fádæma óvissutíma fyrir heimssamfélagið. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera það verkfæri sem mannkynið getur beitt til einingar í aðstæðum sem þessum. Það væri ekki ónýt afmælisgjöf til stofnunarinnar og mannkynsins ef slíkt tækist á sjötugasta og fimmta afmælisári hennar. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar við stöldrum við í dag og horfum yfir heimssviðið þá er ljóst að mannkynið er að glíma við erfiðleika og fara í gegnum umbrotatímasem ekki eiga sér hliðstæðu í nánustu fortíð. Það jákvæða er að mannkynið hefur aldrei verið betur undir það búið að takast á við vanda af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Lausnarorðið er eining. Það sem stendur að baki þessari fullyrðingu er sú staðreynd að í raun er heimurinn eins og eitt land. Við grípum farsímann upp úr vasanum og hringjum til annarra heimsálfa jafn fjarlægra og Ásralíu rétt eins og við værum að hringja til Akureyrar eða Neskaupstaðar. Haldnir eru fundir og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru dreifðir vítt og breitt um hnöttinn og horfast í augu gegnum tölvuskjáinn. Þetta er aðeins brot af þeim tæknimöguleikum sem ættu að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að mannkynið sé í raun eitt, og stór hluti þeirra einstaklinga sem það mynda innan seilingar hvers annars. En ekki bara það heldur eru þessar tengingar nánast alfarið óháðar landamærum þjóðríkjanna og gefa þannig tilfinningu fyrir að jörðin sé í reynd eitt land og mannkynið íbúar þess. Sendingar sem bárust frá Kína með hjálpargögn til Ítalíu vegna Covid 19 benda til þess að einhverjir í Kína hafi komið auga á þetta. Skilaboðin sem fylgdu einni sendingunni og rituð voru á stóran borða hljóðuðu svo: Við erum öldur á einu hafi, lauf á einu tré, blóm í einum garði. Þetta er myndlíking þar sem „við“ vísar til mannanna barna. Tilvitnun sem fylgdi annarri sendingu var á þessa leið: Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur sameinað allan heiminn. Þarna er greinilega vísa til einingar allra sem heiminn byggja án tillits til kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis eða annarra augljósra fordóma, sem lítils eru verðir. Þessi síðasta tilvitnun minnir á orð yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nokkru, þegar hann sagði „..að skortur á einingu væri meiri ógn en corona vírusinn sjálfur..“ þannig að aðeins í einingu muni mannkynið sigrast á heimsfaraldrinum sem skapast hefur af Covid 19 veirunni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur ekki látið sitt eftir liggja og ítrekað hvatt til einingar og samstöðu gegn þeim vágesti sem skapar fádæma óvissutíma fyrir heimssamfélagið. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera það verkfæri sem mannkynið getur beitt til einingar í aðstæðum sem þessum. Það væri ekki ónýt afmælisgjöf til stofnunarinnar og mannkynsins ef slíkt tækist á sjötugasta og fimmta afmælisári hennar. Höfundur er lyfjafræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar