Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 12:40 Íris Róbertsdóttir segir Þjóðhátíð vera stærsta viðburð ársins fyrir marga. Vísir/Jói K. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. Það hafi þó verið það eina skynsamlega í stöðunni í ljósi aðstæðna en það hafi verið löngu ljóst að Þjóðhátíð yrði ekki í sömu mynd og undanfarin ár. „Þjóðhátíð er náttúrulega engin venjuleg útihátíð [..] Fyrir marga er þetta eins og það sé búið að aflýsa jólunum. Tímatalið okkar er fyrir og eftir Þjóðhátíð. Þetta hefur ofboðslega miklar afleiðingar fyrir samfélagið allt heima,“ sagði Íris í viðtali í Bítinu í morgun. Hún segir Þjóðhátíð mikilvæga fyrir hagkerfið í Vestmannaeyjum. Margir rekstraraðilar treysta á að bjóða upp á þjónustu yfir helgina og þá sé þetta einn stærsti viðburður í menningarlífi Vestmanneyinga. Hún sé því ánægð með Þjóðhátíðarnefnd að þora að taka þessa ákvörðun. „Okkur finnst þetta öllum erfitt en þetta er rétt ákvörðun. Það er ekki hægt að bera ábyrgð á því að Þjóðhátíð sé að halda einhverskonar viðburði sem yrði til þess að fullt fullt af fólki kæmi saman og við gætum ekki ráðið við það.“ Fólk mun alltaf fara eitthvert Aðspurð hvort það hefði ekki verið skynsamlegra að halda Þjóðhátíð undir eftirliti í stað þess að fólk færi að koma saman annars staðar segir Íris það alveg vera umræðu sem eigi rétt á sér. Hún geti þó ekki borið ábyrgð á öðrum stöðum en í Vestmannaeyjum. „Fólk mun fara eitthvað. Nú er ég farin að venja mig á að segja Verslunarmannahelgina því ég kalla þessa helgi alltaf Þjóðhátíðarhelgina, en auðvitað þyrfti að gera eitthvað. Ég er alveg viss um það að það verður talsvert af fólki í Vestmannaeyjum.“ Hún bendir á að Vestmanneyingar séu í betri stöðu til þess að fylgjast með fjölda fólks, enda þarf fólk annað hvort að koma með Herjólfi eða í flugi. Hún meti það sem svo að það hafi verið rétt ákvörðun að halda hámarksfjölda í fimm hundruð manns í ljósi þess að smit eru farin að greinast á ný og hún beri fullt traust Þórólfs. „Fólk er náttúrulega með sorg í hjarta, en það var ekkert annað að gera.“ Eflaust margir sem syrgja það að fá ekki að syngja í brekkunni í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina í ár.Vísir/Sigurjón Mikið tekjutap fyrir ÍBV Íris, sem var áður formaður ÍBV, þekkir vel hversu mikilvæg Þjóðhátíð er fyrir íþróttafélagið. Hátíðin skili félaginu að minnsta kosti sextíu prósent tekna þess og því skipti sköpum að það hafi getað haldið þau íþróttamót sem voru á dagskrá í sumar. Það gæti þó haft áhrif á rekstur félagsins að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. „Félagið hefur með miklum myndarskap haldið fjóra eða fimm af stærstu viðburðum í Vestmannaeyjum á hverju ári. Mótin tvö sem við héldum að yrðu jafnvel ekki haldin, þau voru haldin. Svo er Þjóðhátíð auðvitað þessi stóri viðburður sem félagið getur ekki haldið, og risastór þáttur í því að æfingagjöld í Vestmannaeyjum eru mjög lág á landsvísu því stór hluti af hagnaði Þjóðhátíðar fer í að greiða niður barna- og unglingastarf,“ segir Íris. Hún segir ekki hægt að gera ráð fyrir því að íþróttastarfið verði niðurgreitt með sama hætti næsta ár. Félagið hafi þó óskað eftir því að eiga samtal við sveitarfélagið í vetur ef allt færi á versta veg. „Bærinn er allavega opinn fyrir því að taka þetta samtal við íþróttafélagið því íþróttafélagið er okkur gríðarlega mikilvægt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð formlega aflýst Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. 14. júlí 2020 15:44 Telur ólíklegt að Þjóðhátíð verði að veruleika í ár Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum. 10. júlí 2020 15:14 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. Það hafi þó verið það eina skynsamlega í stöðunni í ljósi aðstæðna en það hafi verið löngu ljóst að Þjóðhátíð yrði ekki í sömu mynd og undanfarin ár. „Þjóðhátíð er náttúrulega engin venjuleg útihátíð [..] Fyrir marga er þetta eins og það sé búið að aflýsa jólunum. Tímatalið okkar er fyrir og eftir Þjóðhátíð. Þetta hefur ofboðslega miklar afleiðingar fyrir samfélagið allt heima,“ sagði Íris í viðtali í Bítinu í morgun. Hún segir Þjóðhátíð mikilvæga fyrir hagkerfið í Vestmannaeyjum. Margir rekstraraðilar treysta á að bjóða upp á þjónustu yfir helgina og þá sé þetta einn stærsti viðburður í menningarlífi Vestmanneyinga. Hún sé því ánægð með Þjóðhátíðarnefnd að þora að taka þessa ákvörðun. „Okkur finnst þetta öllum erfitt en þetta er rétt ákvörðun. Það er ekki hægt að bera ábyrgð á því að Þjóðhátíð sé að halda einhverskonar viðburði sem yrði til þess að fullt fullt af fólki kæmi saman og við gætum ekki ráðið við það.“ Fólk mun alltaf fara eitthvert Aðspurð hvort það hefði ekki verið skynsamlegra að halda Þjóðhátíð undir eftirliti í stað þess að fólk færi að koma saman annars staðar segir Íris það alveg vera umræðu sem eigi rétt á sér. Hún geti þó ekki borið ábyrgð á öðrum stöðum en í Vestmannaeyjum. „Fólk mun fara eitthvað. Nú er ég farin að venja mig á að segja Verslunarmannahelgina því ég kalla þessa helgi alltaf Þjóðhátíðarhelgina, en auðvitað þyrfti að gera eitthvað. Ég er alveg viss um það að það verður talsvert af fólki í Vestmannaeyjum.“ Hún bendir á að Vestmanneyingar séu í betri stöðu til þess að fylgjast með fjölda fólks, enda þarf fólk annað hvort að koma með Herjólfi eða í flugi. Hún meti það sem svo að það hafi verið rétt ákvörðun að halda hámarksfjölda í fimm hundruð manns í ljósi þess að smit eru farin að greinast á ný og hún beri fullt traust Þórólfs. „Fólk er náttúrulega með sorg í hjarta, en það var ekkert annað að gera.“ Eflaust margir sem syrgja það að fá ekki að syngja í brekkunni í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina í ár.Vísir/Sigurjón Mikið tekjutap fyrir ÍBV Íris, sem var áður formaður ÍBV, þekkir vel hversu mikilvæg Þjóðhátíð er fyrir íþróttafélagið. Hátíðin skili félaginu að minnsta kosti sextíu prósent tekna þess og því skipti sköpum að það hafi getað haldið þau íþróttamót sem voru á dagskrá í sumar. Það gæti þó haft áhrif á rekstur félagsins að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. „Félagið hefur með miklum myndarskap haldið fjóra eða fimm af stærstu viðburðum í Vestmannaeyjum á hverju ári. Mótin tvö sem við héldum að yrðu jafnvel ekki haldin, þau voru haldin. Svo er Þjóðhátíð auðvitað þessi stóri viðburður sem félagið getur ekki haldið, og risastór þáttur í því að æfingagjöld í Vestmannaeyjum eru mjög lág á landsvísu því stór hluti af hagnaði Þjóðhátíðar fer í að greiða niður barna- og unglingastarf,“ segir Íris. Hún segir ekki hægt að gera ráð fyrir því að íþróttastarfið verði niðurgreitt með sama hætti næsta ár. Félagið hafi þó óskað eftir því að eiga samtal við sveitarfélagið í vetur ef allt færi á versta veg. „Bærinn er allavega opinn fyrir því að taka þetta samtal við íþróttafélagið því íþróttafélagið er okkur gríðarlega mikilvægt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð formlega aflýst Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. 14. júlí 2020 15:44 Telur ólíklegt að Þjóðhátíð verði að veruleika í ár Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum. 10. júlí 2020 15:14 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Þjóðhátíð formlega aflýst Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. 14. júlí 2020 15:44
Telur ólíklegt að Þjóðhátíð verði að veruleika í ár Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum. 10. júlí 2020 15:14