Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 13:22 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. Læknar í Langbarðalandi á Ítalíu sögðu frá ýmsum alvarlegum fylgikvillum sem komið hafa fram undanfarið hjá sjúklingum sem urðu ekki alvarlega veikir af kórónuveirunni á dögunum. Meðal eftirkastanna sem læknarnir í Langbarðalandi segja að komið hafi upp þar eru heilablóðfall, geðrof, svefnleysi, nýrnasjúkdómar, sýking i mænu, síþreyta og hreyfiörðuleikar. Eftirköstin geti verið svona alvarleg hjá ungu fólki og þeim sem ekki sýndu alvarleg einkenni þegar það sýktist af veirunni. Langbarðaland á Ítalíu er eitt svæðanna þar sem ástandið var sem alvarlegast á tímabili en læknar þar hafa fylgst sérstaklega með hópum fólks sem veiktist ekki alvarlega þegar það sýktist af veirunni. Upp hafi komið alvarleg veikindi síðar sem rekja megi til kórónuveirunnar. Vel þekkt að sýkingum fylgi eftirköst Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans, segir að íslenskir sjúklingar hafi ekki fundið fyrir svo alvarlegum eftirköstum að hans vitund. Hann hafi þó hitt sjúklinga með „post-Covid“ heilkenni, það er síþreytu, slappleika og höfuðverk og einn með langvarandi hita. „Það er erfitt að segja hvað veldur þessum síðbúnu fylgikvillum. Það er að koma núna í ljós að þessi sýking, Covid-19, getur haft fjölda fylgikvilla, bæði snemmkomna og síðkomna. Það er ljóst að veiran sjálf getur valdið skaða víðsvegar í líkamanum og svo getur viðbragð okkar við þessari veiru, það er að segja ræsing ofnæmiskerfisins, haft líka fjölbreytilegar afleiðingar,“ segir Ragnar. Þessi vitneskja sé þó ekki ný af nálinni en það hafi lengi verið vitað að hinar ýmsum sýkingar geti valdið ýmsum fylgikvillum. „Það er mjög vel þekkt í læknisfræði. Það hefur bara aldrei náðst að kortleggja það með jafn víðtækum hætti og við getum gert núna. Til dæmis það að fá blóðtappa eftir sýkingu, það eru engar nýjar fréttir, það hefur verið þekkt í marga áratugi,“ segir Ragnar. „Það að sjá þetta í svona ríkum mæli núna eftir sýkingu sem hefur sýkt svo marga og kannski það að sjá það svona svart á hvítu, það er það sem kemur á óvart. Að tíðnin sé hærri en við töldum eða eitthvað viðlíka.“ Áminning um að sóttvarnir séu mikilvægar Hann segir vísindasamfélagið nú einblína á það að fylgjast með fylgikvillum veirunnar, bæði sem komu strax upp og síðbúna. „Við eigum eftir að vera í marga áratugi að rannsaka það.“ Hefur þú séð það áður að fólk fari í geðrof vegna sýkingar? „Ég hef persónulega séð það einu sinni áður, þegar ég var í sérnámi í Svíþjóð, að lungnabólgubaktería orsakaði geðrof í sjúklingi og hann læknaðist algerlega eftir að hann fékk sýklalyf. En það er eina skiptið og ég hef ekki séð ríkari heimildir þess efnis,“ segir Ragnar. Hann segir margt hægt að læra af því sem komið hefur í ljós vegna kórónuveirunnar. „Það má segja að við lifum á viðsjárverðum og ógnvekjandi tímum en á sama tíma er þetta alveg ótrúlegt tækifæri til að læra alveg ótrúlega mikið um samskipti okkar ónæmiskerfi við ákveðinn sýkil eða ákveðna veiru,“ segir Ragnar. „Það má segja að frá því að við áttuðum okkur á að þetta var alvarlegur sjúkdómur höfum við sagt að fólk þurfi að fara varlega. Þetta er ein önnur ástæðan til að skerpa á því. Það er ekki að ástæðulausu að sagt er að við eigum að passa okkur, passa hreinlæti, vernda viðkvæma hópa, en líka að passa okkur sjálf.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24 Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30 Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. Læknar í Langbarðalandi á Ítalíu sögðu frá ýmsum alvarlegum fylgikvillum sem komið hafa fram undanfarið hjá sjúklingum sem urðu ekki alvarlega veikir af kórónuveirunni á dögunum. Meðal eftirkastanna sem læknarnir í Langbarðalandi segja að komið hafi upp þar eru heilablóðfall, geðrof, svefnleysi, nýrnasjúkdómar, sýking i mænu, síþreyta og hreyfiörðuleikar. Eftirköstin geti verið svona alvarleg hjá ungu fólki og þeim sem ekki sýndu alvarleg einkenni þegar það sýktist af veirunni. Langbarðaland á Ítalíu er eitt svæðanna þar sem ástandið var sem alvarlegast á tímabili en læknar þar hafa fylgst sérstaklega með hópum fólks sem veiktist ekki alvarlega þegar það sýktist af veirunni. Upp hafi komið alvarleg veikindi síðar sem rekja megi til kórónuveirunnar. Vel þekkt að sýkingum fylgi eftirköst Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans, segir að íslenskir sjúklingar hafi ekki fundið fyrir svo alvarlegum eftirköstum að hans vitund. Hann hafi þó hitt sjúklinga með „post-Covid“ heilkenni, það er síþreytu, slappleika og höfuðverk og einn með langvarandi hita. „Það er erfitt að segja hvað veldur þessum síðbúnu fylgikvillum. Það er að koma núna í ljós að þessi sýking, Covid-19, getur haft fjölda fylgikvilla, bæði snemmkomna og síðkomna. Það er ljóst að veiran sjálf getur valdið skaða víðsvegar í líkamanum og svo getur viðbragð okkar við þessari veiru, það er að segja ræsing ofnæmiskerfisins, haft líka fjölbreytilegar afleiðingar,“ segir Ragnar. Þessi vitneskja sé þó ekki ný af nálinni en það hafi lengi verið vitað að hinar ýmsum sýkingar geti valdið ýmsum fylgikvillum. „Það er mjög vel þekkt í læknisfræði. Það hefur bara aldrei náðst að kortleggja það með jafn víðtækum hætti og við getum gert núna. Til dæmis það að fá blóðtappa eftir sýkingu, það eru engar nýjar fréttir, það hefur verið þekkt í marga áratugi,“ segir Ragnar. „Það að sjá þetta í svona ríkum mæli núna eftir sýkingu sem hefur sýkt svo marga og kannski það að sjá það svona svart á hvítu, það er það sem kemur á óvart. Að tíðnin sé hærri en við töldum eða eitthvað viðlíka.“ Áminning um að sóttvarnir séu mikilvægar Hann segir vísindasamfélagið nú einblína á það að fylgjast með fylgikvillum veirunnar, bæði sem komu strax upp og síðbúna. „Við eigum eftir að vera í marga áratugi að rannsaka það.“ Hefur þú séð það áður að fólk fari í geðrof vegna sýkingar? „Ég hef persónulega séð það einu sinni áður, þegar ég var í sérnámi í Svíþjóð, að lungnabólgubaktería orsakaði geðrof í sjúklingi og hann læknaðist algerlega eftir að hann fékk sýklalyf. En það er eina skiptið og ég hef ekki séð ríkari heimildir þess efnis,“ segir Ragnar. Hann segir margt hægt að læra af því sem komið hefur í ljós vegna kórónuveirunnar. „Það má segja að við lifum á viðsjárverðum og ógnvekjandi tímum en á sama tíma er þetta alveg ótrúlegt tækifæri til að læra alveg ótrúlega mikið um samskipti okkar ónæmiskerfi við ákveðinn sýkil eða ákveðna veiru,“ segir Ragnar. „Það má segja að frá því að við áttuðum okkur á að þetta var alvarlegur sjúkdómur höfum við sagt að fólk þurfi að fara varlega. Þetta er ein önnur ástæðan til að skerpa á því. Það er ekki að ástæðulausu að sagt er að við eigum að passa okkur, passa hreinlæti, vernda viðkvæma hópa, en líka að passa okkur sjálf.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24 Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30 Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24
Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30
Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52