„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 17:26 Ólafur Kristjánsson var á sínu þriðja tímabili hjá FH þegar hann hætti störfum hjá félaginu. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“ Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“
Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01