Sakfelldur þrátt fyrir skýringar um „harkalegt kynlíf“, ýkjur og nýrnasteina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:42 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira