Auknar valdheimildir gegn veirunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 12:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á fundi dagsins. Getty/PA Video - PA Images Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Sjá meira
Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Sjá meira
Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18