Jóhann Berg lagði upp í þægilegum sigri á botnliðinu Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. júlí 2020 18:30 Jóhann Berg í baráttunni í dag. vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið sótti Norwich heim í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Norwich er langneðst í deildinni og er þegar fallið. Emi Buendia og Josip Drmic virtust ekki hafa áhuga á að klára mótið en þeir nældu sér báðir í rautt spjald í fyrri hálfleik og lék Norwich því tveimur mönnum færri allan síðari hálfleikinn. Chris Wood kom Burnley yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Jóhanni Berg. Jóhanni var skipt af velli á 60.mínútu en félagar hans kláruðu leikinn nokkuð þægilega. Á 80.mínútu gerði Ben Godfrey sjálfsmark og 0-2 sigur Burnley niðurstaðan. Enski boltinn
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið sótti Norwich heim í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Norwich er langneðst í deildinni og er þegar fallið. Emi Buendia og Josip Drmic virtust ekki hafa áhuga á að klára mótið en þeir nældu sér báðir í rautt spjald í fyrri hálfleik og lék Norwich því tveimur mönnum færri allan síðari hálfleikinn. Chris Wood kom Burnley yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Jóhanni Berg. Jóhanni var skipt af velli á 60.mínútu en félagar hans kláruðu leikinn nokkuð þægilega. Á 80.mínútu gerði Ben Godfrey sjálfsmark og 0-2 sigur Burnley niðurstaðan.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti