Kane heitur í sigri Tottenham sem gladi stuðningsmenn Man. United og Chelsea Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2020 16:50 Leikmenn Tottenham fagna þriðja sigrinum í röð. vísir/getty Tottenham rúllaði yfir Leicester í síðari leik dagsins í enska boltanum. Lokatölur urðu 3-0 eftir tvö mörk frá Harry Kane og sjálfsmark frá James Justin. James Justin kom Tottenham yfir á 6. mínútu er hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir skot Heung-Min Son. Harry Kane tvöfaldaði forystuna á 37. mínútu með laglegu skoti úr teignum og þremur mínútum síðar var staðan orðinn 3-0 eftir annað laglegt skot frá Kane. Most times scoring 2+ goals in a PL game since Harry Kane s PL debut for Tottenham (Aug 2012):3 5 Harry Kane3 1 Sergio Aguero1 8 Romelu Lukaku1 8 Jamie Vardy pic.twitter.com/BKmgQUZbc6— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 19, 2020 Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 3-0 en þetta eru úrslit sem stuðningsmenn Manchester United fagna enda í baráttunni við Leicester um Meistaradeildarsæti. Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig, Leicester í 4. sætinu með 62 stig sem og United í 5. sætinu. Chelsea og Leicester eiga þó leik til góða á Leicester. Tottenham er í 6. sætinu með 58 stig, tveimur stigum á undan Wolves, sem á þó leik til góða en sjötta sætið er síðasta sætið sem gefur Evrópusæti. Enski boltinn
Tottenham rúllaði yfir Leicester í síðari leik dagsins í enska boltanum. Lokatölur urðu 3-0 eftir tvö mörk frá Harry Kane og sjálfsmark frá James Justin. James Justin kom Tottenham yfir á 6. mínútu er hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir skot Heung-Min Son. Harry Kane tvöfaldaði forystuna á 37. mínútu með laglegu skoti úr teignum og þremur mínútum síðar var staðan orðinn 3-0 eftir annað laglegt skot frá Kane. Most times scoring 2+ goals in a PL game since Harry Kane s PL debut for Tottenham (Aug 2012):3 5 Harry Kane3 1 Sergio Aguero1 8 Romelu Lukaku1 8 Jamie Vardy pic.twitter.com/BKmgQUZbc6— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 19, 2020 Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 3-0 en þetta eru úrslit sem stuðningsmenn Manchester United fagna enda í baráttunni við Leicester um Meistaradeildarsæti. Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig, Leicester í 4. sætinu með 62 stig sem og United í 5. sætinu. Chelsea og Leicester eiga þó leik til góða á Leicester. Tottenham er í 6. sætinu með 58 stig, tveimur stigum á undan Wolves, sem á þó leik til góða en sjötta sætið er síðasta sætið sem gefur Evrópusæti.