„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 15:39 Ragnar Þór Ingólfsson var harðorður um stjórn IcelandairGroup í samtali við Vísi. Vísir/Vilhelm VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira