Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 0-1 | Gestirnir sóttu þrjú mikilvæg stig í Krikann Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júlí 2020 20:45 Það var hart barist í Krikanum í dag. Vísir/Daniel Thor ÍBV er komið með sex stig í Pepsi Max-deild kvenna eftir sterkan útisigur á öðru liði sem berst í fallbaráttunni, FH. Lokatölur urðu 1-0 en Olga Sevcova skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Það voru skörð höggvin í lið FH. Andrea Mist Pálsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla aftan í læri og munar um minna hjá nýliðunum. Þær byrjuðu þó betur og voru sterkari aðilinn fyrsta stundarfjórðunginn. Birta Georgsdóttir var að valda usla hægra megin en þær náðu ekki að skapa sér mörg hættuleg færi. Gestirnir komust hægt og rólega inn í leikinn og fengu dauðafæri eftir tæplega tuttugu mínútur en Telma Ívarsdóttir var vel á verði í marki FH. Fyrsta markið kom hins vegar á 24. mínútu er Olga Sevcova skoraði eftir vandræðagang í vörn FH. FH var meira með boltann eftir markið en náði ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Þær fengu þó sín færi og Sigríður Lára Garðarsdóttir fékk það besta er skalli hennar eftir hornspyrnu var varin á línu. 0-1 í hálfleik. Gestirnir fagna.vísir/daníel Gestirnir voru nær því að tvöfalda forystuna í upphafi síðari hálfleiks er þær skutu í slá en síðari hálfleikur fer ekki í sögubækurnar fyrir góða knattspyrnu. FH þreifaði og þreifaði en náði lítið sem ekkert að skapa sér gegn þéttum varnarmúr Eyjastúlkna. Þolinmæði var ekki dyggð hjá Fimleikafélaginu í kvöld. Eyjastúlkur stóðu vörnina afar vel og gerðu vel í að halda forystunni. Þær tóku sér allan þann tíma sem þær þurftu í föst leikatriði - og gengu eins lagt og dómarinn leyfði. FH skapaði sér ekkert að viti og lokatölur frábær 0-1 sigur Eyjastúlkna. Af hverju vann ÍBV leikinn? Nýttu færið sem þær fengu. FH hefði hæglega getað skorað en neituðu að troða boltanum í netið. Klínísk afgreiðsla á leiknum hjá ÍBV sem stóðu varnarleikinn ansi þétt og voru skipulagðar eftir markið sem þær skoruðu. Hverjar stóð upp úr? Birta Georgsdóttir var í sérflokki hjá FH. Hún valsaði upp hægri vænginn í fyrri hálfleik og gaf nokkrar frábærar fyrirgjafir fyrir markið en ekki tókst FH að binda endahnútur á sóknir sínar. Í síðari hálfleik spilaði hún sem fremsti maður Markaskorarinn Olga Sevcova hélt vel í boltanum í fremstu víglínu ÍBV og kláraði færið sitt vel. Þær þrjár sem léku fyrir miðri vörninni áttu einnig góðan leik varnarlega, sem og Kristjana í hægri bakverðinum. Hvað gekk illa? FH gekk illa að troða boltanum í netið. Einnig fannst mér Fimleikafélagið hefði mátt halda betur í boltann og vera þolinmóðari í sinni sóknaruppbyggingu í síðari hálfleik. Madison Santana Gonzalez komst heldur í engan takt við leikinn. Hvað gerist næst? FH á framundan leiki við KR og Val á útivelli og ljóst að leikirnir verða ekki auðveldari. Eyjastúlkur eiga leiki við Selfoss og KR í næstu tveimur leikjum deildarinnar. Það var hart barist í leik kvöldsins.vísir/daníel Árni Freyr: Gríðarleg vonbrigði „Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Árna Freys Guðnasonar, þjálfara FH í kvöld, en Árni sem er vanalega aðstoðarþjálfari var í stjórastólnum í kvöld í fjarveru Guðna Eiríkssonar sem tók út annan leik sinn í banni. „Við fengum mjög góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora, bæði fyrir og eftir að þær skora. Í síðari hálfleik lágu þær þétt til baka og sóttu á fáum mönnum. Við náðum aldrei að opna þær.“ Það var í raun óþarfi hjá FH að vera undir í hálfleik og Árni tók undir það. „Klárlega. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik,“ en fannst honum of mikil óþolinmæði í leik FH liðsins í síðari hálfleik? „Sérstaklega eftir að við gerðum breytinguna. Þá fórum við að beita löngum boltum og við erum engir snillingar í því. Við hefðum átt að halda boltanum betur og færa hann betur á milli en það gekk ekki.“ FH breytti í hálfleik og lét Birtu Georgsdóttur upp á topp en það gekk ekki alveg upp. Hver var pælingin þar? „Bæði að komast bak við þær og til þess að halda í boltann. Hún var búin að sóla bakvörðinn nokkrum sinnum í fyrri hálfleik en við vorum ekki að koma boltanum á hana svo við breyttum aftur. Stundum er það þannig.“ FH mætir KR í öðrum sex stiga leik á föstudag. „Það er bara áfram gakk. Það er Frostaskjólið á föstudaginn,“ sagði Árni. Þær voru sigurreifar leikmenn ÍBV í leikslok.vísir/daníel Andri Ólafsson: Settum allt ofan í kjallara aftur „Stigin þrjú skiptu mestu máli í dag,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Við hefðum getað farið betur með færin okkar en ánægður með stigin þrjú.“ Varnarleikur ÍBV, sér í lagi í síðari háfleik, var til mikillar fyrirmyndar og náðu þær að loka flestum svæðum vallarins mjög vel. „Varnarleikurinn var nokkuð þéttur og sérstaklega í síðari hálfleik. Mér fannst ekki mikil hætta í seinni hálfleik þó að það hafi komið stress í lokin í þessum háu boltum.“ „Í fyrri hálfleik fannst mér þær líklegri en í síðari hálfleik en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég sáttur með að halda hreinu.“ „Mér fannst takast vel að þétta leikinn hjá okkur og ég er sáttur með það. Það er í raun ekkert meira um það að segja.“ ÍBV vann í 1. umferðinni en tókst síðan ekki að vinna fyrr en í kvöld. Andri vill nú byggja ofan á þennan sigur. „Það ætla ég að vona. Við verðum að reyna byggja ofan á þetta, ekki eins og síðast, þar sem við settum allt ofan í kjallara aftur. Það var ekki nægilega gott,“ sagði Andri. Pepsi Max-deild kvenna FH ÍBV
ÍBV er komið með sex stig í Pepsi Max-deild kvenna eftir sterkan útisigur á öðru liði sem berst í fallbaráttunni, FH. Lokatölur urðu 1-0 en Olga Sevcova skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Það voru skörð höggvin í lið FH. Andrea Mist Pálsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla aftan í læri og munar um minna hjá nýliðunum. Þær byrjuðu þó betur og voru sterkari aðilinn fyrsta stundarfjórðunginn. Birta Georgsdóttir var að valda usla hægra megin en þær náðu ekki að skapa sér mörg hættuleg færi. Gestirnir komust hægt og rólega inn í leikinn og fengu dauðafæri eftir tæplega tuttugu mínútur en Telma Ívarsdóttir var vel á verði í marki FH. Fyrsta markið kom hins vegar á 24. mínútu er Olga Sevcova skoraði eftir vandræðagang í vörn FH. FH var meira með boltann eftir markið en náði ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Þær fengu þó sín færi og Sigríður Lára Garðarsdóttir fékk það besta er skalli hennar eftir hornspyrnu var varin á línu. 0-1 í hálfleik. Gestirnir fagna.vísir/daníel Gestirnir voru nær því að tvöfalda forystuna í upphafi síðari hálfleiks er þær skutu í slá en síðari hálfleikur fer ekki í sögubækurnar fyrir góða knattspyrnu. FH þreifaði og þreifaði en náði lítið sem ekkert að skapa sér gegn þéttum varnarmúr Eyjastúlkna. Þolinmæði var ekki dyggð hjá Fimleikafélaginu í kvöld. Eyjastúlkur stóðu vörnina afar vel og gerðu vel í að halda forystunni. Þær tóku sér allan þann tíma sem þær þurftu í föst leikatriði - og gengu eins lagt og dómarinn leyfði. FH skapaði sér ekkert að viti og lokatölur frábær 0-1 sigur Eyjastúlkna. Af hverju vann ÍBV leikinn? Nýttu færið sem þær fengu. FH hefði hæglega getað skorað en neituðu að troða boltanum í netið. Klínísk afgreiðsla á leiknum hjá ÍBV sem stóðu varnarleikinn ansi þétt og voru skipulagðar eftir markið sem þær skoruðu. Hverjar stóð upp úr? Birta Georgsdóttir var í sérflokki hjá FH. Hún valsaði upp hægri vænginn í fyrri hálfleik og gaf nokkrar frábærar fyrirgjafir fyrir markið en ekki tókst FH að binda endahnútur á sóknir sínar. Í síðari hálfleik spilaði hún sem fremsti maður Markaskorarinn Olga Sevcova hélt vel í boltanum í fremstu víglínu ÍBV og kláraði færið sitt vel. Þær þrjár sem léku fyrir miðri vörninni áttu einnig góðan leik varnarlega, sem og Kristjana í hægri bakverðinum. Hvað gekk illa? FH gekk illa að troða boltanum í netið. Einnig fannst mér Fimleikafélagið hefði mátt halda betur í boltann og vera þolinmóðari í sinni sóknaruppbyggingu í síðari hálfleik. Madison Santana Gonzalez komst heldur í engan takt við leikinn. Hvað gerist næst? FH á framundan leiki við KR og Val á útivelli og ljóst að leikirnir verða ekki auðveldari. Eyjastúlkur eiga leiki við Selfoss og KR í næstu tveimur leikjum deildarinnar. Það var hart barist í leik kvöldsins.vísir/daníel Árni Freyr: Gríðarleg vonbrigði „Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Árna Freys Guðnasonar, þjálfara FH í kvöld, en Árni sem er vanalega aðstoðarþjálfari var í stjórastólnum í kvöld í fjarveru Guðna Eiríkssonar sem tók út annan leik sinn í banni. „Við fengum mjög góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora, bæði fyrir og eftir að þær skora. Í síðari hálfleik lágu þær þétt til baka og sóttu á fáum mönnum. Við náðum aldrei að opna þær.“ Það var í raun óþarfi hjá FH að vera undir í hálfleik og Árni tók undir það. „Klárlega. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik,“ en fannst honum of mikil óþolinmæði í leik FH liðsins í síðari hálfleik? „Sérstaklega eftir að við gerðum breytinguna. Þá fórum við að beita löngum boltum og við erum engir snillingar í því. Við hefðum átt að halda boltanum betur og færa hann betur á milli en það gekk ekki.“ FH breytti í hálfleik og lét Birtu Georgsdóttur upp á topp en það gekk ekki alveg upp. Hver var pælingin þar? „Bæði að komast bak við þær og til þess að halda í boltann. Hún var búin að sóla bakvörðinn nokkrum sinnum í fyrri hálfleik en við vorum ekki að koma boltanum á hana svo við breyttum aftur. Stundum er það þannig.“ FH mætir KR í öðrum sex stiga leik á föstudag. „Það er bara áfram gakk. Það er Frostaskjólið á föstudaginn,“ sagði Árni. Þær voru sigurreifar leikmenn ÍBV í leikslok.vísir/daníel Andri Ólafsson: Settum allt ofan í kjallara aftur „Stigin þrjú skiptu mestu máli í dag,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Við hefðum getað farið betur með færin okkar en ánægður með stigin þrjú.“ Varnarleikur ÍBV, sér í lagi í síðari háfleik, var til mikillar fyrirmyndar og náðu þær að loka flestum svæðum vallarins mjög vel. „Varnarleikurinn var nokkuð þéttur og sérstaklega í síðari hálfleik. Mér fannst ekki mikil hætta í seinni hálfleik þó að það hafi komið stress í lokin í þessum háu boltum.“ „Í fyrri hálfleik fannst mér þær líklegri en í síðari hálfleik en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég sáttur með að halda hreinu.“ „Mér fannst takast vel að þétta leikinn hjá okkur og ég er sáttur með það. Það er í raun ekkert meira um það að segja.“ ÍBV vann í 1. umferðinni en tókst síðan ekki að vinna fyrr en í kvöld. Andri vill nú byggja ofan á þennan sigur. „Það ætla ég að vona. Við verðum að reyna byggja ofan á þetta, ekki eins og síðast, þar sem við settum allt ofan í kjallara aftur. Það var ekki nægilega gott,“ sagði Andri.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti