Nik: Pirrandi að fá á sig mark svona seint Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2020 22:10 Nik var ekki sáttur með að fá á sig mark seint í leiknum. Vísir/Þróttur Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti