Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 11:30 Thomas Mikkelsen lá eftir í teignum eftir baráttu við Sebastian Hedlund en ekkert var dæmt. MYND/STÖÐ 2 SPORT Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. „Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og ég hlakka til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann (Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins) sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, meðal annars í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Á 40. mínútu, í stöðunni 0-0, vildu Blikar fá víti tvisvar í sömu sókn, fyrst þegar þeir töldu brotið á Kwame Quee og svo þegar Thomas Mikkelsen fór niður í teignum eftir að hönd Sebastian Hedlund fór í hann. „Við erum búnir að skoða þetta í allan dag og vorum að velta fyrir okkur hvar höndin á Hedlund myndi lenda. Svo fengum við þetta sjónarhorn og þá sést bara að hann fékk boltann í andlitið, kastaði sér niður, en höndin á Hedlund – hann vissulega bætir krafti í þetta þegar hann hoppar upp – fer í síðuna á honum. Þetta er aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna,“ sagði Atli Viðar Björnsson um hugsanlegt brot á Mikkelsen. Gummi Ben viðurkenndi svo að hann hefði verið sannfærður um að Brynjólfur Andersen hefði átt að fá víti á 71. mínútu, eftir að hafa leikið listilega á Hedlund. Í ljós kom hins vegar að mistök Ívars Orra voru ekki þau að hafa sleppt því að dæma víti. „Eftir að hafa skoðað þetta feykilega vel er niðurstaðan að Sebastian Hedlund potar boltanum aftur fyrir,“ sagði Gummi, og þeir Atli Viðar og Tómas Ingi Tómasson tóku undir. „Hann [Hedlund] á síðustu snertinguna í boltann þannig að einu mistök Ívars Orra eru að gefa ekki horn,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Vítaákvarðanir í leik Breiðabliks og Vals Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. „Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og ég hlakka til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann (Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins) sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, meðal annars í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Á 40. mínútu, í stöðunni 0-0, vildu Blikar fá víti tvisvar í sömu sókn, fyrst þegar þeir töldu brotið á Kwame Quee og svo þegar Thomas Mikkelsen fór niður í teignum eftir að hönd Sebastian Hedlund fór í hann. „Við erum búnir að skoða þetta í allan dag og vorum að velta fyrir okkur hvar höndin á Hedlund myndi lenda. Svo fengum við þetta sjónarhorn og þá sést bara að hann fékk boltann í andlitið, kastaði sér niður, en höndin á Hedlund – hann vissulega bætir krafti í þetta þegar hann hoppar upp – fer í síðuna á honum. Þetta er aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna,“ sagði Atli Viðar Björnsson um hugsanlegt brot á Mikkelsen. Gummi Ben viðurkenndi svo að hann hefði verið sannfærður um að Brynjólfur Andersen hefði átt að fá víti á 71. mínútu, eftir að hafa leikið listilega á Hedlund. Í ljós kom hins vegar að mistök Ívars Orra voru ekki þau að hafa sleppt því að dæma víti. „Eftir að hafa skoðað þetta feykilega vel er niðurstaðan að Sebastian Hedlund potar boltanum aftur fyrir,“ sagði Gummi, og þeir Atli Viðar og Tómas Ingi Tómasson tóku undir. „Hann [Hedlund] á síðustu snertinguna í boltann þannig að einu mistök Ívars Orra eru að gefa ekki horn,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Vítaákvarðanir í leik Breiðabliks og Vals
Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00
Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15