Eiður í starfi hjá FH og KSÍ: „Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 10:30 Tómas Ingi Tómasson og Atli Viðar fóru yfir KSÍ, Eið Smára og FH í gær. vísir/skjáskto Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni sögðu að KSÍ þyrfti að hætta í feluleik og koma með skýringar á því hvað störf starfsmenn sambandsins mega vinna og hvort þeir megi vinna önnur starf innan fótboltans á Íslandi á meðan þeir eru í starfi hjá KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen var í síðustu viku ráðinn þjálfari FH ásamt Loga Ólafssyni en einnig er hann aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins. Eitthvað kurr hefur verið í knattspyrnuhreyfingunni vegna þess en dæmi eru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ. „Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi. „Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð.“ „Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust. Hins vegar held ég að það sé þannig að það er stórkostlegt að fá hann inn í deildina og fyrir fótboltann í landinu en það eiga engar sér reglur að gilda fyrir hann.“ „Það þarf að vera lína en það er skýrt að hann er ekki í fullu starfi hjá sambandinu. Hann er í hluta starfi sem aðstoðarþjálfari U21 svo hvaða aðrar leiðir hann finnur sér til að vinna sér inn fyrir mat á borðið, það er honum í sjálfsvald sett. Það gilda önnur viðmið fyrir þá sem eru í fullu starfi hjá sambandinu. Mér finnst það ætti bara koma út og þar af leiðandi punktur á eftir efninu.“ Atli Viðar bætti svo við að umræðan um að Eiður Smári forgangsraði nú leikmenn úr FH sé umræða sem eigi ekki rétt á sér. „Svo finnst mér umræðan um hagsmunaárekstra; mér finnst sú umræða á lágu plani. Mér finnst í rauninni verið að efast um heilindi Eiðs Smára þegar talað er um að hann sé að fara hygla sínum leikmönnum eða eitthvað slíkt. Mér finnst það dæma sig sjálft,“ sagði Atli Viðar. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Eið Smára, FH og KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH KSÍ Tengdar fréttir Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48 Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni sögðu að KSÍ þyrfti að hætta í feluleik og koma með skýringar á því hvað störf starfsmenn sambandsins mega vinna og hvort þeir megi vinna önnur starf innan fótboltans á Íslandi á meðan þeir eru í starfi hjá KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen var í síðustu viku ráðinn þjálfari FH ásamt Loga Ólafssyni en einnig er hann aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins. Eitthvað kurr hefur verið í knattspyrnuhreyfingunni vegna þess en dæmi eru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ. „Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi. „Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð.“ „Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust. Hins vegar held ég að það sé þannig að það er stórkostlegt að fá hann inn í deildina og fyrir fótboltann í landinu en það eiga engar sér reglur að gilda fyrir hann.“ „Það þarf að vera lína en það er skýrt að hann er ekki í fullu starfi hjá sambandinu. Hann er í hluta starfi sem aðstoðarþjálfari U21 svo hvaða aðrar leiðir hann finnur sér til að vinna sér inn fyrir mat á borðið, það er honum í sjálfsvald sett. Það gilda önnur viðmið fyrir þá sem eru í fullu starfi hjá sambandinu. Mér finnst það ætti bara koma út og þar af leiðandi punktur á eftir efninu.“ Atli Viðar bætti svo við að umræðan um að Eiður Smári forgangsraði nú leikmenn úr FH sé umræða sem eigi ekki rétt á sér. „Svo finnst mér umræðan um hagsmunaárekstra; mér finnst sú umræða á lágu plani. Mér finnst í rauninni verið að efast um heilindi Eiðs Smára þegar talað er um að hann sé að fara hygla sínum leikmönnum eða eitthvað slíkt. Mér finnst það dæma sig sjálft,“ sagði Atli Viðar. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Eið Smára, FH og KSÍ
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH KSÍ Tengdar fréttir Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48 Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48
Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00
Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00
Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00