Ætlar að kæra hótanir um ofbeldi og nauðgun til lögreglu Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 09:05 Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið afar ógeðfelld skilaboð eftir ummæli sín um Raufarhöfn og Kópasker. Instagram Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Líkt og Vísir greindi frá í vikunni baðst Leikhópurinn Lotta afsökunar á færslu Þórdísar, en hún er meðlimur í leikhópnum sem ferðast nú um landið til þess að sýna sýningu hópsins um Bakkabræður. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Þórdís hefði fengið nokkur einkaskilaboð sem innihéldu grófar hótanir. Meðal annars sagðist einn vita hvar hún ætti heima og að hún ætti að vera hrædd. Þórdís hyggst kæra skilaboðin til lögreglu. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Á vef Fréttablaðsins er haft eftir Þórdísi að hún sé ýmsu vön þegar kemur að gagnrýni en hótanirnar sem hafi fylgt þessu máli séu viðbjóðslegar. Það hafi komið henni á óvart hversu margir hafi sent þær undir sínu rétta nafni. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Líkt og Vísir greindi frá í vikunni baðst Leikhópurinn Lotta afsökunar á færslu Þórdísar, en hún er meðlimur í leikhópnum sem ferðast nú um landið til þess að sýna sýningu hópsins um Bakkabræður. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Þórdís hefði fengið nokkur einkaskilaboð sem innihéldu grófar hótanir. Meðal annars sagðist einn vita hvar hún ætti heima og að hún ætti að vera hrædd. Þórdís hyggst kæra skilaboðin til lögreglu. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Á vef Fréttablaðsins er haft eftir Þórdísi að hún sé ýmsu vön þegar kemur að gagnrýni en hótanirnar sem hafi fylgt þessu máli séu viðbjóðslegar. Það hafi komið henni á óvart hversu margir hafi sent þær undir sínu rétta nafni.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira