Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki í leik með Utah Royals í sumar. VÍSIR/GETTY Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. Gunnhildur kemur til landsins á föstudag eftir að hafa síðast verið hér á landi í febrúar. Hún lék með íslenska landsliðinu í fótbolta á Pinatar-mótinu á Spáni í mars en eftir að hún sneri aftur til Bandaríkjanna, þar sem hún er leikmaður Utah Royals, fóru áhrif faraldursins að setja allt úr skorðum. „Þetta er búinn að vera erfiður tími frá 12. mars. Besta vinkona mín í liðinu komst ekki [áður en Bandaríkin lokuðu landamærum], og það var eiginlega enginn fótbolti hjá okkur í þrjá mánuði. Maður var því í burtu frá fjölskyldunni sinni í einangrun allan þann tíma, og ekki heldur að spila fótbolta. Það var alveg erfitt, en svona er þetta í fótboltanum og ég er nú ekki sú eina sem lenti í einhverju svona,“ segir Gunnhildur við Vísi, og ber sig ekki illa frekar en nokkurn tímann innan vallar. Hrikalegt að bíða í óvissunni „Versta við þetta var að maður fékk aldrei nein svör um framhaldið. Það var hrikalegt að bíða í óvissunni og mega ekkert fara. Maður var alltaf að bíða í viku, fékk þá svar um að ekki yrði æft næstu vikuna, og svo framvegis. Við byrjuðum ekki að æfa fyrr en 1. júní. Sem betur fer var ég með herbergisfélaga og við máttum æfa saman úr því að við bjuggum saman. Það bjargaði mér alveg. Við vorum bara tvær saman í þrjá mánuði, fórum út að hlaupa og æfðum eins og við gátum, en fljótlega var búið að loka öllum fótboltavöllum svo við gátum ekkert verið í fótbolta,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í skallaeinvígi í leiknum við Houston Dash um síðustu helgi.VÍSIR/GETTY Það rofaði aðeins til þegar æfingar Utah Royals hófust að nýju í byrjun júní, og í stað hefðbundinnar leiktíðar í bandarísku úrvalsdeildinni var svo haldið mánaðarlangt hraðmót sem fór einmitt fram á heimavelli Utah Royals í Salt Lake City. Mótið hófst 27. júní en Gunnhildur og stöllur hennar féllu úr keppni um síðastliðna helgi. Því er hún á leið heim í tveggja vikna frí, og framhaldið er óráðið. Hugsanlega verður nýtt mót sett í gang í Bandaríkjunum, svipað því sem nú er að klárast, en það er óvíst. Ekki besti staðurinn til að vera á núna „Ég vil nú ekki vera að hallmæla Bandaríkjunum en þetta er kannski ekki besti staðurinn til að vera á núna [þegar kórónuveirufaraldurinn geisar]. Þetta eru búnir að vera ömurlegir mánuðir þannig séð. Eftir að mótið byrjaði höfum við ekki mátt fara neitt. Við höfum þurft að vera í íbúðinni okkar eða á æfingu. Við máttum ekki fara í búðir, hitta neinn eða fá heimsókn. Síðustu tvo mánuði hef ég því bara verið á æfingu eða inni í íbúð. Það er ekki skemmtileg staða og það verður fínt að komast heim í smá frí.“ Eins og Vísir greindi frá í gær er hugsanlegt að Gunnhildur gangi í raðir Íslandsmeistara Vals í ágúst, að láni frá Utah Royals, en hún hefur rætt við fleiri félög í Evrópu. Hún er samningsbundin bandaríska félaginu út næsta ár og reiknar með að snúa þangað aftur næsta vetur, en vill ekki taka neina áhættu varðandi komandi landsleiki sem ráða úrslitum um það hvort Ísland kemst á EM í Englandi 2022. Gunnhildur Yrsa tæklar Eugénie Le Sommer í vináttulandsleik í október. Gunnhildur vill gera allt til að spila með landsliðinu í undankeppni EM, alls fimm leiki frá september til desember.VÍSIR/GETTY „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu. En ef ég fer að láni eitthvert þá mun ég alltaf fara aftur til baka, nema að það verði annað svona (COVID) ár,“ segir Gunnhildur. Svekkjandi að detta út í vító Utah Royals féllu úr leik gegn Houston Dash í 8-liða úrslitum hraðmótsins sem enn stendur yfir í Salt Lake City. Eftir að staðan var markalaus að loknum 90 mínútum var farið beint í vítaspyrnukeppni sem Houston vann. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan. We'd like to forget about last night but we have to post this #URFC | @AFCU pic.twitter.com/FBWVPSJZPs— Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 19, 2020 „Það var mjög svekkjandi að detta út í vító, eftir að hafa verið að hlaupa eins og brjálæðingur og halda sér í formi til að geta spilað,“ segir Gunnhildur, en hún segir það alveg hafa sést á leikjunum á mótinu að liðin væru ekki í eins góðu ástandi og á venjulegri leiktíð: „Miðað við undirbúninginn og hvað þetta bar brátt að þá fannst mér ganga ágætlega. Þetta fór betur en ég bjóst við, því ég hélt að leikirnir yrðu ekki svona góðir. En þetta var þó alls ekki eins og á venjulegri leiktíð. Keyrslan var mikil, leikir á fjögurra daga fresti, og það sást alveg í lokin að það var komin þreyta í hópinn auk þess sem nokkuð var um meiðsli. Undirbúningurinn var þrjár vikur, eftir að flestar stelpurnar höfðu ekki spilað leik síðan í nóvember. Ég var heppinn að hafa komist til Spánar með landsliðinu og spilað þar.“ Íslenski boltinn Fótbolti Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. Gunnhildur kemur til landsins á föstudag eftir að hafa síðast verið hér á landi í febrúar. Hún lék með íslenska landsliðinu í fótbolta á Pinatar-mótinu á Spáni í mars en eftir að hún sneri aftur til Bandaríkjanna, þar sem hún er leikmaður Utah Royals, fóru áhrif faraldursins að setja allt úr skorðum. „Þetta er búinn að vera erfiður tími frá 12. mars. Besta vinkona mín í liðinu komst ekki [áður en Bandaríkin lokuðu landamærum], og það var eiginlega enginn fótbolti hjá okkur í þrjá mánuði. Maður var því í burtu frá fjölskyldunni sinni í einangrun allan þann tíma, og ekki heldur að spila fótbolta. Það var alveg erfitt, en svona er þetta í fótboltanum og ég er nú ekki sú eina sem lenti í einhverju svona,“ segir Gunnhildur við Vísi, og ber sig ekki illa frekar en nokkurn tímann innan vallar. Hrikalegt að bíða í óvissunni „Versta við þetta var að maður fékk aldrei nein svör um framhaldið. Það var hrikalegt að bíða í óvissunni og mega ekkert fara. Maður var alltaf að bíða í viku, fékk þá svar um að ekki yrði æft næstu vikuna, og svo framvegis. Við byrjuðum ekki að æfa fyrr en 1. júní. Sem betur fer var ég með herbergisfélaga og við máttum æfa saman úr því að við bjuggum saman. Það bjargaði mér alveg. Við vorum bara tvær saman í þrjá mánuði, fórum út að hlaupa og æfðum eins og við gátum, en fljótlega var búið að loka öllum fótboltavöllum svo við gátum ekkert verið í fótbolta,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í skallaeinvígi í leiknum við Houston Dash um síðustu helgi.VÍSIR/GETTY Það rofaði aðeins til þegar æfingar Utah Royals hófust að nýju í byrjun júní, og í stað hefðbundinnar leiktíðar í bandarísku úrvalsdeildinni var svo haldið mánaðarlangt hraðmót sem fór einmitt fram á heimavelli Utah Royals í Salt Lake City. Mótið hófst 27. júní en Gunnhildur og stöllur hennar féllu úr keppni um síðastliðna helgi. Því er hún á leið heim í tveggja vikna frí, og framhaldið er óráðið. Hugsanlega verður nýtt mót sett í gang í Bandaríkjunum, svipað því sem nú er að klárast, en það er óvíst. Ekki besti staðurinn til að vera á núna „Ég vil nú ekki vera að hallmæla Bandaríkjunum en þetta er kannski ekki besti staðurinn til að vera á núna [þegar kórónuveirufaraldurinn geisar]. Þetta eru búnir að vera ömurlegir mánuðir þannig séð. Eftir að mótið byrjaði höfum við ekki mátt fara neitt. Við höfum þurft að vera í íbúðinni okkar eða á æfingu. Við máttum ekki fara í búðir, hitta neinn eða fá heimsókn. Síðustu tvo mánuði hef ég því bara verið á æfingu eða inni í íbúð. Það er ekki skemmtileg staða og það verður fínt að komast heim í smá frí.“ Eins og Vísir greindi frá í gær er hugsanlegt að Gunnhildur gangi í raðir Íslandsmeistara Vals í ágúst, að láni frá Utah Royals, en hún hefur rætt við fleiri félög í Evrópu. Hún er samningsbundin bandaríska félaginu út næsta ár og reiknar með að snúa þangað aftur næsta vetur, en vill ekki taka neina áhættu varðandi komandi landsleiki sem ráða úrslitum um það hvort Ísland kemst á EM í Englandi 2022. Gunnhildur Yrsa tæklar Eugénie Le Sommer í vináttulandsleik í október. Gunnhildur vill gera allt til að spila með landsliðinu í undankeppni EM, alls fimm leiki frá september til desember.VÍSIR/GETTY „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu. En ef ég fer að láni eitthvert þá mun ég alltaf fara aftur til baka, nema að það verði annað svona (COVID) ár,“ segir Gunnhildur. Svekkjandi að detta út í vító Utah Royals féllu úr leik gegn Houston Dash í 8-liða úrslitum hraðmótsins sem enn stendur yfir í Salt Lake City. Eftir að staðan var markalaus að loknum 90 mínútum var farið beint í vítaspyrnukeppni sem Houston vann. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan. We'd like to forget about last night but we have to post this #URFC | @AFCU pic.twitter.com/FBWVPSJZPs— Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 19, 2020 „Það var mjög svekkjandi að detta út í vító, eftir að hafa verið að hlaupa eins og brjálæðingur og halda sér í formi til að geta spilað,“ segir Gunnhildur, en hún segir það alveg hafa sést á leikjunum á mótinu að liðin væru ekki í eins góðu ástandi og á venjulegri leiktíð: „Miðað við undirbúninginn og hvað þetta bar brátt að þá fannst mér ganga ágætlega. Þetta fór betur en ég bjóst við, því ég hélt að leikirnir yrðu ekki svona góðir. En þetta var þó alls ekki eins og á venjulegri leiktíð. Keyrslan var mikil, leikir á fjögurra daga fresti, og það sást alveg í lokin að það var komin þreyta í hópinn auk þess sem nokkuð var um meiðsli. Undirbúningurinn var þrjár vikur, eftir að flestar stelpurnar höfðu ekki spilað leik síðan í nóvember. Ég var heppinn að hafa komist til Spánar með landsliðinu og spilað þar.“
Íslenski boltinn Fótbolti Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira