Ásmundur: Skiptingin gekk fullkomlega upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 23:16 Ásmundur vonast til að fyrsti sigur Fjölnis í sumar sé handan við hornið. vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en Fjölnismenn fengu tækifæri undir lokin til að stela sigrinum. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta, við vorum vel skipulagðir og skoruðum tvö mörk. Við getum alveg verið þokkalega sáttir með eitt stig hér þótt maður vilji alltaf taka öll þrjú. Það hefði verið ljúft að sjá boltann fara í stöngina og inn en ekki stöngina og út undir lokin,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess þegar Hallvarður Óskar Sigurðsson skaut í stöng þremur mínútum fyrir leikslok. KR var miklu meira með boltann og þjarmaði að Fjölni á löngum köflum. En gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og nokkrum færum til viðbótar. „Við missum að það myndi liggja svolítið á okkur. En við vorum alltaf líklegir og hættulegir og heilt yfir gekk þetta nokkurn veginn eins og við lögðum upp með,“ sagði Ásmundur. Eftir annað mark KR á 62. mínútu gerði Ásmundur tvöfalda skiptingu og setti Ingiberg Kort Sigurðsson og Hallvarð Óskar Sigurðsson inn á fyrir Viktor Andra Hafþórsson og Orra Þórhallsson. Tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur eftir sendingu Hallvarðar. „Skiptingin gekk fullkomlega upp,“ sagði Ásmundur og brosti. „Halli lagði upp á Inga. Þeir komu báðir ferskir inn á. Þetta eru mikil hlaup og við vissum að við þyrftum ferskar lappir þegar líða færi á leikinn.“ Fjölnir á enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en miðað við frammistöðuna í kvöld en styttra í hann en lengra. „Ég ætla að vona að menn taki sjálfstraust með sér inn í næstu leiki. Við erum með þéttan og fínan hóp og það er samkeppni um allar stöður. Ef menn halda áfram þeirri frammistöðu sem þeir hafa sýnt í flestum leikjum dettur sigurinn inn,“ sagði Ásmundur að endingu. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en Fjölnismenn fengu tækifæri undir lokin til að stela sigrinum. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta, við vorum vel skipulagðir og skoruðum tvö mörk. Við getum alveg verið þokkalega sáttir með eitt stig hér þótt maður vilji alltaf taka öll þrjú. Það hefði verið ljúft að sjá boltann fara í stöngina og inn en ekki stöngina og út undir lokin,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess þegar Hallvarður Óskar Sigurðsson skaut í stöng þremur mínútum fyrir leikslok. KR var miklu meira með boltann og þjarmaði að Fjölni á löngum köflum. En gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og nokkrum færum til viðbótar. „Við missum að það myndi liggja svolítið á okkur. En við vorum alltaf líklegir og hættulegir og heilt yfir gekk þetta nokkurn veginn eins og við lögðum upp með,“ sagði Ásmundur. Eftir annað mark KR á 62. mínútu gerði Ásmundur tvöfalda skiptingu og setti Ingiberg Kort Sigurðsson og Hallvarð Óskar Sigurðsson inn á fyrir Viktor Andra Hafþórsson og Orra Þórhallsson. Tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur eftir sendingu Hallvarðar. „Skiptingin gekk fullkomlega upp,“ sagði Ásmundur og brosti. „Halli lagði upp á Inga. Þeir komu báðir ferskir inn á. Þetta eru mikil hlaup og við vissum að við þyrftum ferskar lappir þegar líða færi á leikinn.“ Fjölnir á enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en miðað við frammistöðuna í kvöld en styttra í hann en lengra. „Ég ætla að vona að menn taki sjálfstraust með sér inn í næstu leiki. Við erum með þéttan og fínan hóp og það er samkeppni um allar stöður. Ef menn halda áfram þeirri frammistöðu sem þeir hafa sýnt í flestum leikjum dettur sigurinn inn,“ sagði Ásmundur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30