Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2020 10:47 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur. Hún hefur mátt sæta ásökunum að undanförnu sem snúast um að hún vilji grafa undan lögreglustjóranum. Alda Hrönn vísar þessu alfarið á bug. stöð 2 Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira