Morgunbænir í Ægisif í fyrsta skipti í 86 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 07:56 Trúræknir íbúar Istanbúl bíða eftirvæntingarfullir eftir að dyr Ægisifjar verði opnaðar í dag. Getty/Arif Hudaverdi Yaman Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni. Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Istanbúl, sagði í sjónvörpuðu ávarpi í gær að heilbrigðisstarfsfólk yrði á staðnum vegna faraldursins sem gengur nú yfir. Þá hvatti hann fólk til að vera með grímur í bænastundinni, koma með eigin bænateppi og sýna tillitssemi. Þá var tilkynnt að um þúsund gætu verið í Ægisif á hverjum tíma við bænir. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar á byggingunni. Bænateppi hefur verið lagt á gólf og kristnir helgimunir hafa verið huldir. Þá hafa ýmsar helgimyndir í kirkjunni, þar á meðal mósaík-mynd af Maríu Mey og Jesúbarninu, verið lýstar upp svo þær sjáist ekki. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti verður viðstaddur fyrstu bænastundarinnar í dag en hann var mikill talsmaður þess að breyta Ægisif aftur í mosku. Ægisif, eða Sófíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluðu borgina, féll í hendur Ottómana árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem hefur laðað að sér milljónir ferðamanna árlega. Stjórnlagadómstóll Tyrklands skar úr um það þann 10. Júlí að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn enda væri það brot á lögum landsins, og Erdogan skrifaði undir tilskipun þess efnis að Ægisif skyldi aftur breytt í mosku sama dag. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum. Nú er stjórn moskunnar í höndum tyrkneskra trúaryfirvalda. Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23 Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fleiri fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Sjá meira
Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni. Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Istanbúl, sagði í sjónvörpuðu ávarpi í gær að heilbrigðisstarfsfólk yrði á staðnum vegna faraldursins sem gengur nú yfir. Þá hvatti hann fólk til að vera með grímur í bænastundinni, koma með eigin bænateppi og sýna tillitssemi. Þá var tilkynnt að um þúsund gætu verið í Ægisif á hverjum tíma við bænir. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar á byggingunni. Bænateppi hefur verið lagt á gólf og kristnir helgimunir hafa verið huldir. Þá hafa ýmsar helgimyndir í kirkjunni, þar á meðal mósaík-mynd af Maríu Mey og Jesúbarninu, verið lýstar upp svo þær sjáist ekki. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti verður viðstaddur fyrstu bænastundarinnar í dag en hann var mikill talsmaður þess að breyta Ægisif aftur í mosku. Ægisif, eða Sófíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluðu borgina, féll í hendur Ottómana árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem hefur laðað að sér milljónir ferðamanna árlega. Stjórnlagadómstóll Tyrklands skar úr um það þann 10. Júlí að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn enda væri það brot á lögum landsins, og Erdogan skrifaði undir tilskipun þess efnis að Ægisif skyldi aftur breytt í mosku sama dag. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum. Nú er stjórn moskunnar í höndum tyrkneskra trúaryfirvalda.
Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23 Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fleiri fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Sjá meira
Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23
Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30
Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04