Huldufélag úr rannsóknarskýrslunni í 919 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2020 09:18 Ekkert fékkst upp í rúmlega 900 milljóna kröfur í þrotabú hrunfélagsins. Vísir/Vilhelm Félagið AB 76 ehf., sem meðal annars er minnst á í fjórða bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið, var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs. Gjaldþrotaskiptunum lauk á dögunum og fékkst ekkert upp í næstum 919 milljóna króna kröfur. Félagið var undir það síðasta í eigu 11 einstaklinga og eins félags. Stærstan hluta áttu Jón Gunnar Jónsson, Valur Kristinn Guðmundsson, Jón Halldórsson, Kristján Einarsson, Jón Gunnar Stefánsson og Halldór Haukur Jónsson, hver um sig átti 11,11 prósenta hlut. Í umfjöllun DV um félagið árið 2012 var það sagt „huldufélag“ - félag sem „sjaldan eða aldrei hefur verið minnst á opinberlega“ en skuldaði engu að síður milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Ab 76 ehf., sem stofnað var í mars 2007, var meðal þeirra félaga sem fékk háar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum, næstum 3 milljarða. Við fall bankanna var AB 76 ehf. búið að selja öll hlutabréf sín í Kaupþingi að undanskildum 100.000 hlutum að nafnvirði. Einnig hafði félagið selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum er bankarnir féllu. Rannsóknarskýrsla Alþingis, 4. bindi Samkvæmt síðasta ársreikningi félagið nam tap þess á árinu 2017 næstum 800 þúsund krónum og eigið fé í árslok var neikvætt um næstum 26 milljónir. Í sama ársreikningi Ab 76 ehf. segir stjórn þess að félagið hafi átt í deilum við Arion banka og Kaupþing frá árinu 2008. Stjórn AB 76 ehf. taldi að allar bankaskuldir hafi að fullu verið greiddar með reiðufé og skuldajöfnun, sem ekki var viðurkennd af Kaupþingi. Af þeim sökum hafi „engin eiginleg starfsemi verið í félaginu frá árinu 2008.“ Fjárhagsstaða félagsins sé því „mjög óljós og óviss og skýrist hún ekki fyrr en endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.“ Hæstiréttur dæmdi AB 76 ehf. í óhag í október 2018 og má ætla að sá dómur hafi riðið félaginu að fullu, ef marka má varnagla stjórnarinnar í fyrrnefndum ársreikningi. „Tapi félagið dómsmálinu þá er það hins vegar eignalaust og óvíst um fjárhæð skulda. Gjaldþrot Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Félagið AB 76 ehf., sem meðal annars er minnst á í fjórða bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið, var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs. Gjaldþrotaskiptunum lauk á dögunum og fékkst ekkert upp í næstum 919 milljóna króna kröfur. Félagið var undir það síðasta í eigu 11 einstaklinga og eins félags. Stærstan hluta áttu Jón Gunnar Jónsson, Valur Kristinn Guðmundsson, Jón Halldórsson, Kristján Einarsson, Jón Gunnar Stefánsson og Halldór Haukur Jónsson, hver um sig átti 11,11 prósenta hlut. Í umfjöllun DV um félagið árið 2012 var það sagt „huldufélag“ - félag sem „sjaldan eða aldrei hefur verið minnst á opinberlega“ en skuldaði engu að síður milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Ab 76 ehf., sem stofnað var í mars 2007, var meðal þeirra félaga sem fékk háar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum, næstum 3 milljarða. Við fall bankanna var AB 76 ehf. búið að selja öll hlutabréf sín í Kaupþingi að undanskildum 100.000 hlutum að nafnvirði. Einnig hafði félagið selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum er bankarnir féllu. Rannsóknarskýrsla Alþingis, 4. bindi Samkvæmt síðasta ársreikningi félagið nam tap þess á árinu 2017 næstum 800 þúsund krónum og eigið fé í árslok var neikvætt um næstum 26 milljónir. Í sama ársreikningi Ab 76 ehf. segir stjórn þess að félagið hafi átt í deilum við Arion banka og Kaupþing frá árinu 2008. Stjórn AB 76 ehf. taldi að allar bankaskuldir hafi að fullu verið greiddar með reiðufé og skuldajöfnun, sem ekki var viðurkennd af Kaupþingi. Af þeim sökum hafi „engin eiginleg starfsemi verið í félaginu frá árinu 2008.“ Fjárhagsstaða félagsins sé því „mjög óljós og óviss og skýrist hún ekki fyrr en endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.“ Hæstiréttur dæmdi AB 76 ehf. í óhag í október 2018 og má ætla að sá dómur hafi riðið félaginu að fullu, ef marka má varnagla stjórnarinnar í fyrrnefndum ársreikningi. „Tapi félagið dómsmálinu þá er það hins vegar eignalaust og óvíst um fjárhæð skulda.
Gjaldþrot Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira