Sjáðu þegar allt sauð upp úr eftir ljótt brot á Mbappé Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 11:30 Kylian Mbappé var miður sín eftir að hafa meiðst í gær. VÍSIR/GETTY Þjálfari PSG var hundóánægður út í mótherja liðsins þrátt fyrir sigurinn á St Etienne í úrslitaleik franska bikarsins í fótbolta í gær. Kylian Mbappé yfirgaf völlinn á hækjum eftir ljótt brot. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan sauð allt upp úr eftir tæplega hálftíma leik þegar fyrirliði St Etienne, Loic Perrin, renndi sér harkalega í Mbappé. Perrin var rekinn af velli en óvíst er með meiðsli Mbappé sem sást á hækjum með spelku um ökklann í seinni hálfleiknum. Klippa: Læti eftir brot á Mbappé PSG á fyrir höndum spennandi leikjatörn nú þegar liðið er byrjað að spila á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið mætir Lyon í úrslitum franska deildabikarsins og á svo leik við Atalanta í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði. Nýtt tímabil í frönsku 1. deildinni hefst svo 22. ágúst. Mbappé hefur skorað 30 mörk í 33 leikjum á þessari leiktíð. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er þriðji leikurinn í röð gegn St Etienne og þriðja rauða spjaldið, alltaf á fyrstu 30 mínútum leiksins,“ sagði Thomas Tuchel þjálfari PSG. „Er þetta af því að þeir eru þreyttir eða hvað? Þetta kemur mér mjög á óvart í svona leik en þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur, svo sannarlega ekki. Ég er mjög ánægður með sigurinn en nú verðum við að bíða rólegir eftir fréttum [af meiðslum Mbappé],“ sagði Tuchel. Franski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG marði St. Etienne í úrslitum | Mbappé meiddist illa Úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór fram í kvöld. Þar marði stórlið PSG 1-0 sigur á St. Etienne. 24. júlí 2020 21:30 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira
Þjálfari PSG var hundóánægður út í mótherja liðsins þrátt fyrir sigurinn á St Etienne í úrslitaleik franska bikarsins í fótbolta í gær. Kylian Mbappé yfirgaf völlinn á hækjum eftir ljótt brot. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan sauð allt upp úr eftir tæplega hálftíma leik þegar fyrirliði St Etienne, Loic Perrin, renndi sér harkalega í Mbappé. Perrin var rekinn af velli en óvíst er með meiðsli Mbappé sem sást á hækjum með spelku um ökklann í seinni hálfleiknum. Klippa: Læti eftir brot á Mbappé PSG á fyrir höndum spennandi leikjatörn nú þegar liðið er byrjað að spila á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið mætir Lyon í úrslitum franska deildabikarsins og á svo leik við Atalanta í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði. Nýtt tímabil í frönsku 1. deildinni hefst svo 22. ágúst. Mbappé hefur skorað 30 mörk í 33 leikjum á þessari leiktíð. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er þriðji leikurinn í röð gegn St Etienne og þriðja rauða spjaldið, alltaf á fyrstu 30 mínútum leiksins,“ sagði Thomas Tuchel þjálfari PSG. „Er þetta af því að þeir eru þreyttir eða hvað? Þetta kemur mér mjög á óvart í svona leik en þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur, svo sannarlega ekki. Ég er mjög ánægður með sigurinn en nú verðum við að bíða rólegir eftir fréttum [af meiðslum Mbappé],“ sagði Tuchel.
Franski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG marði St. Etienne í úrslitum | Mbappé meiddist illa Úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór fram í kvöld. Þar marði stórlið PSG 1-0 sigur á St. Etienne. 24. júlí 2020 21:30 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira
PSG marði St. Etienne í úrslitum | Mbappé meiddist illa Úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór fram í kvöld. Þar marði stórlið PSG 1-0 sigur á St. Etienne. 24. júlí 2020 21:30