Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 08:40 Solskjær getur ekki verið annað en ánægður með innkomu Bruno í enska boltann. Peter Powell/Getty Images Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55