Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 07:45 Pedro Sanchez á blaðamannafundi í upphafi mánaðar. Getty/Eduardo Parra Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. Fyrirvaralaus ákvörðun þeirra um að krefjast tveggja vikna sóttkvíar við komuna til Bretlands frá Spáni kom flatt upp á ferðaþjónustuna og ferðalanga. Utanríkisráðherra Breta sagði um helgina, morguninn eftir að nýju reglurnar tóku gildi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til ákvörðunarinnar sökum snarpar fjölgunar kórónuveirusmitaðra á Spáni síðustu daga. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir hins vegar að ferðalangar séu öruggari í flestum ríkjum Spánar en í Bretlandi. Staðan er einna verst í Katalóníu, ekki síst í Barcelona, þar sem búið er að innleiða samkomuhöft sambærileg þeim sem voru við lýði meðan neyðarástands vegna veirunnar naut við. Búið er að loka skemmtistöðum, leyfilegur viðskiptavinafjöldi veitingastaða hefur verið lækkaður og íþróttaiðkun takmörkuð. Sánchez segir að stjórnvöld á Spáni og Bretland reyni nú að finna sameiginlega lausn á málinu. Ekki aðeins standi tveggja vikna sóttkvíin í Spánverjum heldur jafnframt að Bretar hafi verið hvattir til að sleppa öllum ónauðsynlegum ferðum til Spánar. Bretar eru mikilvægir spænskri ferðaþjónustu en þeir gera sér um 18 milljón ferðir til Spánar árlega. Spánn er þannig vinsælasti áfangastaður Breta. Þar að auki eru um 250 þúsund Bretar með varanlega búsetu á Spáni. Ekki hefur þó annað heyrst frá breskum stjórnvöldum en að nýju sóttvarnaráðstafanirnar séu ekki á förum strax. Þarlendi Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ruglingsleg fyrirmæli og ákvarðanafælni í faraldrinum. Spænski forsætisráðherrann segir að ákvörðun breskra stjórnvalda hafi verið mistök. Þegar litið sé til landsins í heild megi aðeins segja að ástandið sé slæmt í tveimur fylkjum Spánar, Katalóníu og Aragón. Þar greinist 64,5 prósent allra smita en annars staðar á Spáni séu minni líkur á smiti en á Bretlandseyjum. Þá sé enn minni smithætta á Mallorca og Kanaríeyjum. Sem stendur eru 35,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Spáni en 14,7 smit á Bretlandi, samkvæmt nýjustu tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Spánn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. Fyrirvaralaus ákvörðun þeirra um að krefjast tveggja vikna sóttkvíar við komuna til Bretlands frá Spáni kom flatt upp á ferðaþjónustuna og ferðalanga. Utanríkisráðherra Breta sagði um helgina, morguninn eftir að nýju reglurnar tóku gildi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til ákvörðunarinnar sökum snarpar fjölgunar kórónuveirusmitaðra á Spáni síðustu daga. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir hins vegar að ferðalangar séu öruggari í flestum ríkjum Spánar en í Bretlandi. Staðan er einna verst í Katalóníu, ekki síst í Barcelona, þar sem búið er að innleiða samkomuhöft sambærileg þeim sem voru við lýði meðan neyðarástands vegna veirunnar naut við. Búið er að loka skemmtistöðum, leyfilegur viðskiptavinafjöldi veitingastaða hefur verið lækkaður og íþróttaiðkun takmörkuð. Sánchez segir að stjórnvöld á Spáni og Bretland reyni nú að finna sameiginlega lausn á málinu. Ekki aðeins standi tveggja vikna sóttkvíin í Spánverjum heldur jafnframt að Bretar hafi verið hvattir til að sleppa öllum ónauðsynlegum ferðum til Spánar. Bretar eru mikilvægir spænskri ferðaþjónustu en þeir gera sér um 18 milljón ferðir til Spánar árlega. Spánn er þannig vinsælasti áfangastaður Breta. Þar að auki eru um 250 þúsund Bretar með varanlega búsetu á Spáni. Ekki hefur þó annað heyrst frá breskum stjórnvöldum en að nýju sóttvarnaráðstafanirnar séu ekki á förum strax. Þarlendi Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ruglingsleg fyrirmæli og ákvarðanafælni í faraldrinum. Spænski forsætisráðherrann segir að ákvörðun breskra stjórnvalda hafi verið mistök. Þegar litið sé til landsins í heild megi aðeins segja að ástandið sé slæmt í tveimur fylkjum Spánar, Katalóníu og Aragón. Þar greinist 64,5 prósent allra smita en annars staðar á Spáni séu minni líkur á smiti en á Bretlandseyjum. Þá sé enn minni smithætta á Mallorca og Kanaríeyjum. Sem stendur eru 35,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Spáni en 14,7 smit á Bretlandi, samkvæmt nýjustu tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar.
Spánn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira