Beitir í basli á Greifavelli en bjargaði samt stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 15:45 Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15
Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann