Beitir í basli á Greifavelli en bjargaði samt stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 15:45 Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15
Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14