Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Andri Már Eggertsson skrifar 29. júlí 2020 22:30 Valur - Þór/KA Pepsi max deild kvenna, Sumar 2020. ksí fótbolti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í kvöld lauk 8 umferð Pepsi Max deildar kvenna með tveimur leikjum. Á Origo vellinum fór fram leikur Vals og FH. Aðstæður á Hlíðarenda voru frábærar sem fyrr og búast mátti við spennandi leik. Fyrri hálfleikurinn byrjaði sem sá allra rólegasti sem ég hef séð í Pepsi Max deild kvenna það sem af er sumri. Valur hélt boltanum mikið innan liðs en FH voru mjög þéttar varnarlega og gáfu enginn færi á sig. Valur braut síðan ísinn eftir tæplega 37 mínútna leik þegar Hallbera Guðný Gísladóttir kom með góða sendingu frá vinstri kantinum boltinn skoppaði þar fyrir Elín Mettu Jensen sem skoraði sitt 9 mark á tímabilinu. FH misstu trú á sínum sterka varnarleik eftir þetta og fylgdi annað mark Vals fljótlega í kjölfarið þar var á ferðinni Hlín Eiríksdóttir sem átti frábært skot rétt fyrir utan teig. Seinni hálfeikur byrjaði líkt og sá fyrri Valur hélt boltanum mikið innan liðs en náði ekki að skapa mikið af tækifærum sóknarlega. Thelma Ívarsdóttir markmaður FH gerði síðan hræðileg mistök þegar Bergdís Fanney Einarsdóttir átti skot lengst utan af velli skot hennar var ekki fast en endar með að fara í klofið á Thelmu og inn mjög klaufalegt. FH minnkaði muninn með góðu marki Madison Gonzalez hún fékk sendingu fyrir markið sem hún skallaði laglega í netið. Eftir mark FH slökuðu bæði lið heldur mikið á, sem fyrr héldu Valur boltanum innan lið en sköpuðu lítið af færum er bæði lið voru alveg meðvituð að þetta er langt mót og mikið af leikjum framundan. Afhverju vann Valur? Fyrri hálfleikur Vals var mjög góður þó færin voru ekki að koma strax voru þær þolinmóðar í sínum aðgerðum og héldu áfram, leið og fyrsta markið kom gengu þær á lagið og bætti við öðru sem og þriðja fljótlega í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Hlín Eiríksdóttir átti góðan leik í liði Vals hún ógnaði oft vörn FH er hún fór upp kantinn. Mark hennar var glæsilegt þegar hún smell hitti boltann rétt fyrir utan teig og kom Thelma engum vörnum við. Hallbera Gísladóttir átti góðan leik í bakverðinum, sóknarlega spilaði hún vel kom boltanum margsins fyrir markið bæði í venjulegu spili sem og í föstum leikatriðum. Hún lagði upp mark Hlínar með góðri fyrirgjöf inn á teiginn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var lítill sem enginn þær náðu nánast ekki að skapa sér nein færi og er ég ekki frá því að mark FH hafi verið þeirra eina færi. Thelma Ívarsdóttir gerði skelfileg mistök í 3 marki Vals þar sem Bergdís Fanney Einarsdóttir átti slakt skot langt utan af velli sem fer í gegnum klofið á Thelmu. Hvað er framundan? Verslunarmannahelgin er á næsta leyti og því fá liðin rúmlega viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik. 9. umferðin fer fram á fimmtudaginn eftir viku. Stórleikur umferðarinnar fer fram á Jáverk vellinum þar sem Selfoss og Valur mætast og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Botnlið FH hafa nú leikið tvo síðustu leiki sína á útivelli og verður kærkomið að fá að leika aftur í Kaplakrikanum í næstu umferð en Fylkir mætir þá í Krikann. Árni: Við erum komin með leikmann sem er byrjuð að æfa með okkur „Að tapa 3-1 í kvöld voru sanngjörn úrslit við gáfum þeim hörkuleik þótt við áttum erfiðan kafla undir lok fyrri hálfleiks. Fyrsta hálftímann og allan seinni hálfleik lokuðum við á allt sem þær gerðu og er ég mjög ánægður með liðið fyrir það,” sagði Árni Freyr Guðnason, aðstoðarþjálfari FH. Valur braut ísinn þegar tæplega 37 mínútur voru búnar af leiknum og gengu síðan á lagið með öðru marki skömmu síðar. „Varnarleikurinn hjá okkur var aðeins farinn að opnast áður en þær skoruðu fyrsta markið síðan kom ódýrt mark í kjölfarið og því riðlaðist leikurinn okkar aðeins,” sagði Árni Freyr og bætti við að einstaklings gæði Vals hafi klárað þennan leik. Bergdís Fanney skorar sprelli mark eftir heldur klaufaleg mistök Thelmu Ívarsdóttur í marki FH. Árni talaði um að Thelma viti það best sjálf að hún á að gera talsvert betur í svona aðstæðum en það voru fleiri leikmenn en hún sem gerðu mistök í kvöld. „Við fengum miklu betra vinnuframlag heldur en í síðasta leik, varnarlega vorum við mjög góðar, markið var flott sem við skoruðum og vorum við heilt yfir betri en í síðasta leik sem er alltaf gaman,” sagði Árni um hvað FH gerði vel í dag. „Það er gott að það er lítil umræða um okkar lið og fáir að fylgjast með þar sem við erum búinn að fá einn leikmann sem er byrjuð að æfa með okkur,” sagði Árni aðspurður hvort hann ætli að styrkja liðið í glugganum, en hann vildi ekki gefa upp hvaða leikmaður væri rætt um. Eiður Benedikt Eiríksson: Ég er ánægður með liðið í dag „ Ég er ánægður með frammistöðu liðsins heilt yfir í dag. Þetta var þó kaflaskipt hjá okkur og duttu þær niður þegar það leið á leikinn og slökuðu talsvert á í staðinn fyrir að taka betri ákvarðanir og sína meiri gæði því við getum það og sýndum í lok fyrri hálfleiks og byrjun seinni,” sagði Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals. Leikurinn byrjaði eins rólega og hægt er að hugsa sér. Valur hélt boltanum vel en náði ekki að koma sér í nein færi. Eiður var þó ekki alveg sammála því þar sem houm fannst sóknarleikurinn ganga vel en þegar kom að síðasta þriðjung þá vantaði betri ákvarðanatökur og betri hreyfingar sem lagaðist síðan þegar þær skoruðu fyrsta mark leiksins. Lillý Rut Hlynsdóttir hefur glímt við höfuðmeiðsli í talsverðan tíma og verið eitthvað frá keppni, hún lenti í samstuði og var tekinn útaf strax í kjölfarið. Eiður staðfesti það að þetta voru höfuðmeiðsli en hann var ekki búinn að kíkja á hana eftir leik og var því ekki viss hvernig heilsan hennar væri. „Næstu leikir eru mjög spennandi þetta eru krefjandi verkefni á móti Selfoss bæði í deild og bikar sem við ætlum að mæta vel undirbúin í,” sagði Eiður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Í kvöld lauk 8 umferð Pepsi Max deildar kvenna með tveimur leikjum. Á Origo vellinum fór fram leikur Vals og FH. Aðstæður á Hlíðarenda voru frábærar sem fyrr og búast mátti við spennandi leik. Fyrri hálfleikurinn byrjaði sem sá allra rólegasti sem ég hef séð í Pepsi Max deild kvenna það sem af er sumri. Valur hélt boltanum mikið innan liðs en FH voru mjög þéttar varnarlega og gáfu enginn færi á sig. Valur braut síðan ísinn eftir tæplega 37 mínútna leik þegar Hallbera Guðný Gísladóttir kom með góða sendingu frá vinstri kantinum boltinn skoppaði þar fyrir Elín Mettu Jensen sem skoraði sitt 9 mark á tímabilinu. FH misstu trú á sínum sterka varnarleik eftir þetta og fylgdi annað mark Vals fljótlega í kjölfarið þar var á ferðinni Hlín Eiríksdóttir sem átti frábært skot rétt fyrir utan teig. Seinni hálfeikur byrjaði líkt og sá fyrri Valur hélt boltanum mikið innan liðs en náði ekki að skapa mikið af tækifærum sóknarlega. Thelma Ívarsdóttir markmaður FH gerði síðan hræðileg mistök þegar Bergdís Fanney Einarsdóttir átti skot lengst utan af velli skot hennar var ekki fast en endar með að fara í klofið á Thelmu og inn mjög klaufalegt. FH minnkaði muninn með góðu marki Madison Gonzalez hún fékk sendingu fyrir markið sem hún skallaði laglega í netið. Eftir mark FH slökuðu bæði lið heldur mikið á, sem fyrr héldu Valur boltanum innan lið en sköpuðu lítið af færum er bæði lið voru alveg meðvituð að þetta er langt mót og mikið af leikjum framundan. Afhverju vann Valur? Fyrri hálfleikur Vals var mjög góður þó færin voru ekki að koma strax voru þær þolinmóðar í sínum aðgerðum og héldu áfram, leið og fyrsta markið kom gengu þær á lagið og bætti við öðru sem og þriðja fljótlega í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Hlín Eiríksdóttir átti góðan leik í liði Vals hún ógnaði oft vörn FH er hún fór upp kantinn. Mark hennar var glæsilegt þegar hún smell hitti boltann rétt fyrir utan teig og kom Thelma engum vörnum við. Hallbera Gísladóttir átti góðan leik í bakverðinum, sóknarlega spilaði hún vel kom boltanum margsins fyrir markið bæði í venjulegu spili sem og í föstum leikatriðum. Hún lagði upp mark Hlínar með góðri fyrirgjöf inn á teiginn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var lítill sem enginn þær náðu nánast ekki að skapa sér nein færi og er ég ekki frá því að mark FH hafi verið þeirra eina færi. Thelma Ívarsdóttir gerði skelfileg mistök í 3 marki Vals þar sem Bergdís Fanney Einarsdóttir átti slakt skot langt utan af velli sem fer í gegnum klofið á Thelmu. Hvað er framundan? Verslunarmannahelgin er á næsta leyti og því fá liðin rúmlega viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik. 9. umferðin fer fram á fimmtudaginn eftir viku. Stórleikur umferðarinnar fer fram á Jáverk vellinum þar sem Selfoss og Valur mætast og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Botnlið FH hafa nú leikið tvo síðustu leiki sína á útivelli og verður kærkomið að fá að leika aftur í Kaplakrikanum í næstu umferð en Fylkir mætir þá í Krikann. Árni: Við erum komin með leikmann sem er byrjuð að æfa með okkur „Að tapa 3-1 í kvöld voru sanngjörn úrslit við gáfum þeim hörkuleik þótt við áttum erfiðan kafla undir lok fyrri hálfleiks. Fyrsta hálftímann og allan seinni hálfleik lokuðum við á allt sem þær gerðu og er ég mjög ánægður með liðið fyrir það,” sagði Árni Freyr Guðnason, aðstoðarþjálfari FH. Valur braut ísinn þegar tæplega 37 mínútur voru búnar af leiknum og gengu síðan á lagið með öðru marki skömmu síðar. „Varnarleikurinn hjá okkur var aðeins farinn að opnast áður en þær skoruðu fyrsta markið síðan kom ódýrt mark í kjölfarið og því riðlaðist leikurinn okkar aðeins,” sagði Árni Freyr og bætti við að einstaklings gæði Vals hafi klárað þennan leik. Bergdís Fanney skorar sprelli mark eftir heldur klaufaleg mistök Thelmu Ívarsdóttur í marki FH. Árni talaði um að Thelma viti það best sjálf að hún á að gera talsvert betur í svona aðstæðum en það voru fleiri leikmenn en hún sem gerðu mistök í kvöld. „Við fengum miklu betra vinnuframlag heldur en í síðasta leik, varnarlega vorum við mjög góðar, markið var flott sem við skoruðum og vorum við heilt yfir betri en í síðasta leik sem er alltaf gaman,” sagði Árni um hvað FH gerði vel í dag. „Það er gott að það er lítil umræða um okkar lið og fáir að fylgjast með þar sem við erum búinn að fá einn leikmann sem er byrjuð að æfa með okkur,” sagði Árni aðspurður hvort hann ætli að styrkja liðið í glugganum, en hann vildi ekki gefa upp hvaða leikmaður væri rætt um. Eiður Benedikt Eiríksson: Ég er ánægður með liðið í dag „ Ég er ánægður með frammistöðu liðsins heilt yfir í dag. Þetta var þó kaflaskipt hjá okkur og duttu þær niður þegar það leið á leikinn og slökuðu talsvert á í staðinn fyrir að taka betri ákvarðanir og sína meiri gæði því við getum það og sýndum í lok fyrri hálfleiks og byrjun seinni,” sagði Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals. Leikurinn byrjaði eins rólega og hægt er að hugsa sér. Valur hélt boltanum vel en náði ekki að koma sér í nein færi. Eiður var þó ekki alveg sammála því þar sem houm fannst sóknarleikurinn ganga vel en þegar kom að síðasta þriðjung þá vantaði betri ákvarðanatökur og betri hreyfingar sem lagaðist síðan þegar þær skoruðu fyrsta mark leiksins. Lillý Rut Hlynsdóttir hefur glímt við höfuðmeiðsli í talsverðan tíma og verið eitthvað frá keppni, hún lenti í samstuði og var tekinn útaf strax í kjölfarið. Eiður staðfesti það að þetta voru höfuðmeiðsli en hann var ekki búinn að kíkja á hana eftir leik og var því ekki viss hvernig heilsan hennar væri. „Næstu leikir eru mjög spennandi þetta eru krefjandi verkefni á móti Selfoss bæði í deild og bikar sem við ætlum að mæta vel undirbúin í,” sagði Eiður að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti