Fá lengri tíma til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 15:00 Arnar Pétursson stefnir á Ólympíuleikana. MYND/STÖÐ 2 SPORT World Athletics, Alþjóða frjálsíþróttasambandið, gaf það út í dag að tíminn til að ná Ólympíulágmarki í maraþonhlaupi hafi verið lengdur. Þar með fær til að mynda Arnar Pétursson aukinn tíma til að reyna við Ólympíulágmarkið. Þegar kórónufaraldurinn skall á þá var ákveðið að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um ár. Leikarnir ættu að vera í gangi núna en munu fara fram næsta sumar. Eftir að ákveðið var að fresta mótinu var tekin sú ákvörðun að loka þeim glugga sem frjálsíþrótta fólk hafði til að ná Ólympíulágmarki. Það tímabil átti upprunalega að ná frá apríl – þegar glugganum var lokað – fram til 30. nóvember. Nú hefur verið ákveðið að opna þann glugga 1. september í staðinn og þar með fær íþróttafólk tæpa þrjá mánuði aukalega til að ná Ólympíulágmarki fyrir leikana í Tókýó næsta sumar. Til að ná lágmarki í maraþoni þarf hins vegar að hlaupa í viðurkenndum maraþonhlaupum. Því miður fyrir Arnar sem og aðra hlaupara er lítið af maraþonhlaupum á dagskrá næstu mánuðina. Berlínarmaraþonið, sem fer venjulega fram íseptember, hefur verið aflýst og sömu sögu er að segja af New York maraþoninu sem venjulega fer fram í nóvember. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar því að reyna setja upp sérstök hlaup þar sem hægt verður að reyna við Ólympíulágmarkið. Maraþonið í London sem og í Abú Dabí verða að öllum líkindum notuð til þess. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Sjá meira
World Athletics, Alþjóða frjálsíþróttasambandið, gaf það út í dag að tíminn til að ná Ólympíulágmarki í maraþonhlaupi hafi verið lengdur. Þar með fær til að mynda Arnar Pétursson aukinn tíma til að reyna við Ólympíulágmarkið. Þegar kórónufaraldurinn skall á þá var ákveðið að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um ár. Leikarnir ættu að vera í gangi núna en munu fara fram næsta sumar. Eftir að ákveðið var að fresta mótinu var tekin sú ákvörðun að loka þeim glugga sem frjálsíþrótta fólk hafði til að ná Ólympíulágmarki. Það tímabil átti upprunalega að ná frá apríl – þegar glugganum var lokað – fram til 30. nóvember. Nú hefur verið ákveðið að opna þann glugga 1. september í staðinn og þar með fær íþróttafólk tæpa þrjá mánuði aukalega til að ná Ólympíulágmarki fyrir leikana í Tókýó næsta sumar. Til að ná lágmarki í maraþoni þarf hins vegar að hlaupa í viðurkenndum maraþonhlaupum. Því miður fyrir Arnar sem og aðra hlaupara er lítið af maraþonhlaupum á dagskrá næstu mánuðina. Berlínarmaraþonið, sem fer venjulega fram íseptember, hefur verið aflýst og sömu sögu er að segja af New York maraþoninu sem venjulega fer fram í nóvember. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar því að reyna setja upp sérstök hlaup þar sem hægt verður að reyna við Ólympíulágmarkið. Maraþonið í London sem og í Abú Dabí verða að öllum líkindum notuð til þess.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Sjá meira