Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:00 Breiðablik hefur verið á ágætis skriði það sem af er sumri. Vísir/Bára Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann