Opna naslverksmiðju á Fáskrúðsfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 07:30 Dr. Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods. Cat Gundry-Beck Verksmiðja undir merkjum nýsköpunarfyrirtækisins Responsible Foods ehf. sem framleiða mun nasl úr sjávarafurðum verður opnuð á Fáskrúðsfirði á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, móðurfélag Loðnuvinnslunnar hf., fjárfesti í Responsible Foods og verða hráefni Loðnuvinnslunnar notuð í framleiðslu á naslinu. Í tilkynningu frá Responsible Foods segir að með fjárfestingu kaupfélagsins og uppsetningu verksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði tvöfaldist afkastageta félagsins. „Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði munu skapast allt að 10 fjölbreytt störf á næstu árum, samfélaginu þar til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. Bandaríkjamaðurinn Dr. Holly T. Kristinsson stofnaði Responsible Foods í fyrra. Fyrirtækið rekur þegar verksmiðju í húsi Sjávarklasans úti á Granda í Reykjavík, þar sem framleitt er nasl úr íslenskum hráefnum undir vörumerkinu Næra TM. Í verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði verður eingöngu framleitt fiskinasl, sem fyrirtækið segir alveg laust við fiskilykt. Responsible Foods stefnir á að setja fyrstu vörur sínar á markað á Íslandi í lok sumars á þessu ári. Meginþorri framleiðslunnar mun fara á erlendan markað, einkum Bandaríkjamarkað. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Endurnærð eftir að hún flutti til Íslands Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða afar spennandi tækifæri fyrir fyrirtækið. „Við erum að vinna að því setja upp vinnsluna á Fáskrúðsfirði í haust. Í framhaldi af því myndi framleiðslan hefjast og vörur settar á markað.“ Holly ólst upp í Alaska en hefur búið víðar í Bandaríkjunum. Hún kveðst hafa orðið endurnærð við flutninginn til Íslands. „Ég hafði aðgang að ferskum og náttúrulegum hráefnum í æsku og þegar ég kom til Íslands komst ég aftur í kynni við þessar rætur mínar. Ég hugsaði með mér að það væri frábært að koma Íslandi á kortið með þessum hætti sem við erum að gera,“ segir Holly. Naslframleiðsla nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur færst nokkuð í aukana síðustu ár. Ostasnakkið Lava Cheese ruddi sér til rúms árið 2016 og þá hefur verið ráðist í framleiðslu á snakki úr íslenskum kartöflum, til að mynda undir merkjum „Ljótu kartaflanna.“ Þá má einnig finna „Bopp“, snakk úr íslensku bankabyggi, og kjötsnakk undir merkjum Feed the Viking í verslunum landsins. Nýsköpun Fjarðabyggð Matur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Verksmiðja undir merkjum nýsköpunarfyrirtækisins Responsible Foods ehf. sem framleiða mun nasl úr sjávarafurðum verður opnuð á Fáskrúðsfirði á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, móðurfélag Loðnuvinnslunnar hf., fjárfesti í Responsible Foods og verða hráefni Loðnuvinnslunnar notuð í framleiðslu á naslinu. Í tilkynningu frá Responsible Foods segir að með fjárfestingu kaupfélagsins og uppsetningu verksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði tvöfaldist afkastageta félagsins. „Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði munu skapast allt að 10 fjölbreytt störf á næstu árum, samfélaginu þar til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. Bandaríkjamaðurinn Dr. Holly T. Kristinsson stofnaði Responsible Foods í fyrra. Fyrirtækið rekur þegar verksmiðju í húsi Sjávarklasans úti á Granda í Reykjavík, þar sem framleitt er nasl úr íslenskum hráefnum undir vörumerkinu Næra TM. Í verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði verður eingöngu framleitt fiskinasl, sem fyrirtækið segir alveg laust við fiskilykt. Responsible Foods stefnir á að setja fyrstu vörur sínar á markað á Íslandi í lok sumars á þessu ári. Meginþorri framleiðslunnar mun fara á erlendan markað, einkum Bandaríkjamarkað. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Endurnærð eftir að hún flutti til Íslands Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða afar spennandi tækifæri fyrir fyrirtækið. „Við erum að vinna að því setja upp vinnsluna á Fáskrúðsfirði í haust. Í framhaldi af því myndi framleiðslan hefjast og vörur settar á markað.“ Holly ólst upp í Alaska en hefur búið víðar í Bandaríkjunum. Hún kveðst hafa orðið endurnærð við flutninginn til Íslands. „Ég hafði aðgang að ferskum og náttúrulegum hráefnum í æsku og þegar ég kom til Íslands komst ég aftur í kynni við þessar rætur mínar. Ég hugsaði með mér að það væri frábært að koma Íslandi á kortið með þessum hætti sem við erum að gera,“ segir Holly. Naslframleiðsla nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur færst nokkuð í aukana síðustu ár. Ostasnakkið Lava Cheese ruddi sér til rúms árið 2016 og þá hefur verið ráðist í framleiðslu á snakki úr íslenskum kartöflum, til að mynda undir merkjum „Ljótu kartaflanna.“ Þá má einnig finna „Bopp“, snakk úr íslensku bankabyggi, og kjötsnakk undir merkjum Feed the Viking í verslunum landsins.
Nýsköpun Fjarðabyggð Matur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira