Tap hjá Íslandsbanka upp á 131 milljón Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 10:36 Tap Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins nam 131 milljón, en hagnaður annars ársfjórðungs nam 1,2 milljörðum. Vísir/Vilhelm Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“ Íslenskir bankar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“
Íslenskir bankar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira