Tap hjá Íslandsbanka upp á 131 milljón Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 10:36 Tap Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins nam 131 milljón, en hagnaður annars ársfjórðungs nam 1,2 milljörðum. Vísir/Vilhelm Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“ Íslenskir bankar Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“
Íslenskir bankar Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira