Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 11:39 Stjörnumenn áttu að spila sjö deildarleiki í ágúst en ljóst er að það gengur ekki upp verði tilmælum fylgt. VÍSIR/HAG Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. „Þetta eru reglur sem taka gildi í hádeginu á morgun,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og því ættu leikir í Mjólkurbikar karla, 2. og 3. deild, sem fara áttu fram í kvöld að verða leiknir. Bikarleikur Vals og ÍA átti að fara fram á morgun, auk leikja í neðri deildum, og eftir verslunarmannahelgi var mikill fjöldi leikja á dagskrá í öllum deildum sem nú virðist þurfa að fresta. Varðandi Covid-19 mál, framhald móta og annað. Það er að mörgu að hyggja og margt að skoða. KSÍ er í sambandi við hagsmunaaðila. Ákvarðanir teknar og gefnar út eins fljótt og hægt er.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 30, 2020 „Við eigum eftir að fara betur yfir stöðuna og skoða hvað þetta þýðir fyrir okkur. Við reynum að meta þetta eins vel og við getum og svo verða teknar þær ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir Klara, sem var eins og flestir aðrir nýbúin að fá fréttirnar um tilmæli heilbrigðisráðherra. Hún vildi ekki fullyrða að orðið yrði við tilmælunum um frestun allra leikja fullorðinna þar til í fyrsta lagi 10. ágúst. „Ég tek ekki ákvörðun um það ein og sér, og mótanefnd þarf að fara yfir málið.“ Svigrúm til frestana er ekki mikið, sérstaklega í tólf liða Pepsi Max-deild karla. Þar stendur til að spila fram til 31. október en lið Stjörnunnar, sem fyrr í sumar fór í tveggja vikna sóttkví, átti til að mynda að spila sjö deildarleiki í ágúst. KSÍ Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. „Þetta eru reglur sem taka gildi í hádeginu á morgun,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og því ættu leikir í Mjólkurbikar karla, 2. og 3. deild, sem fara áttu fram í kvöld að verða leiknir. Bikarleikur Vals og ÍA átti að fara fram á morgun, auk leikja í neðri deildum, og eftir verslunarmannahelgi var mikill fjöldi leikja á dagskrá í öllum deildum sem nú virðist þurfa að fresta. Varðandi Covid-19 mál, framhald móta og annað. Það er að mörgu að hyggja og margt að skoða. KSÍ er í sambandi við hagsmunaaðila. Ákvarðanir teknar og gefnar út eins fljótt og hægt er.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 30, 2020 „Við eigum eftir að fara betur yfir stöðuna og skoða hvað þetta þýðir fyrir okkur. Við reynum að meta þetta eins vel og við getum og svo verða teknar þær ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir Klara, sem var eins og flestir aðrir nýbúin að fá fréttirnar um tilmæli heilbrigðisráðherra. Hún vildi ekki fullyrða að orðið yrði við tilmælunum um frestun allra leikja fullorðinna þar til í fyrsta lagi 10. ágúst. „Ég tek ekki ákvörðun um það ein og sér, og mótanefnd þarf að fara yfir málið.“ Svigrúm til frestana er ekki mikið, sérstaklega í tólf liða Pepsi Max-deild karla. Þar stendur til að spila fram til 31. október en lið Stjörnunnar, sem fyrr í sumar fór í tveggja vikna sóttkví, átti til að mynda að spila sjö deildarleiki í ágúst.
KSÍ Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21