Sjáðu mörkin úr stórsigri Blika og þegar meistararnir unnu botnliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 16:15 Blikar skoruðu fjögur mörk í Árbænum. vísir/bára Sigurganga Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið vann 0-4 sigur á Fylki í gær. Eftir tvo leiki án sigurs lögðu Íslandsmeistarar Vals botnlið FH að velli, 3-1. Blikar sýndu allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleiknum gegn Fylkiskonum í gær og voru 0-4 yfir að honum loknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði tvö keimlík mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi leiks. Þetta voru fyrstu mörk hennar í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði ellefta deildarmark sitt á 29. mínútu og átta mínútum síðar gerði Katla María Þórðardóttir, varnarmaður Fylkis, sjálfsmark. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri enda úrslitin svo gott sem ráðin. Þetta var fyrsta tap Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar. Liðið er með tólf stig í 3. sæti. Blikar, sem hafa unnið alla sjö leiki sína án þess að fá á sig mark, eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Valskonur og eiga auk þess leik til góða. Það tók Val 38 mínútur að brjóta FH á bak aftur. Elín Metta Jensen skoraði þá sitt níunda mark í sumar. Þremur mínútum síðar bætti Hlín Eiríksdóttir öðru marki við. Bergdís Fanney Eiríksdóttir skoraði þriðja mark Vals á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Madison Gonzalez minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu en nær komst FH ekki. Hafnfirðingar hafa tapað sjö af átta leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Mörkin átta og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur FH Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Sigurganga Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið vann 0-4 sigur á Fylki í gær. Eftir tvo leiki án sigurs lögðu Íslandsmeistarar Vals botnlið FH að velli, 3-1. Blikar sýndu allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleiknum gegn Fylkiskonum í gær og voru 0-4 yfir að honum loknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði tvö keimlík mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi leiks. Þetta voru fyrstu mörk hennar í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði ellefta deildarmark sitt á 29. mínútu og átta mínútum síðar gerði Katla María Þórðardóttir, varnarmaður Fylkis, sjálfsmark. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri enda úrslitin svo gott sem ráðin. Þetta var fyrsta tap Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar. Liðið er með tólf stig í 3. sæti. Blikar, sem hafa unnið alla sjö leiki sína án þess að fá á sig mark, eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Valskonur og eiga auk þess leik til góða. Það tók Val 38 mínútur að brjóta FH á bak aftur. Elín Metta Jensen skoraði þá sitt níunda mark í sumar. Þremur mínútum síðar bætti Hlín Eiríksdóttir öðru marki við. Bergdís Fanney Eiríksdóttir skoraði þriðja mark Vals á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Madison Gonzalez minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu en nær komst FH ekki. Hafnfirðingar hafa tapað sjö af átta leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Mörkin átta og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max-deild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur FH Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30