FRÍ frestar mótum og varar við frekari röskun Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 15:15 Hilmar Örn Jónsson setti mótsmet á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi. Óvissa ríkir um frekara mótahald í sumar. mynd/frí Frjálsíþróttasamband Íslands hefur frestað mótum vegna tilmæla um að íþróttaviðburðum verði frestað til 10. ágúst hið minnsta. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi í dag að biðlað væri til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum til 10. ágúst. FRÍ hugðist halda Meistaramót Íslands í fjölþraut, sem og MÍ öldunga, um þarnæstu helgi en þeim mótum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá FRÍ er vakin athygli á því að um verulega röskun geti orðið að ræða á öllu mótahaldi það sem eftir sé ársins 2020. Iðkendur og aðildarfélög geti ekki gengið að því vísu að mótahald gangi eftir. Enn er á dagskrá að bikarkeppni FRÍ, fyrir fullorðna sem og fyrir 15 ára og yngri, fari fram 15. ágúst. Mótin eiga að fara fram á Selfossvelli. Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er. Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur frestað mótum vegna tilmæla um að íþróttaviðburðum verði frestað til 10. ágúst hið minnsta. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi í dag að biðlað væri til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum til 10. ágúst. FRÍ hugðist halda Meistaramót Íslands í fjölþraut, sem og MÍ öldunga, um þarnæstu helgi en þeim mótum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá FRÍ er vakin athygli á því að um verulega röskun geti orðið að ræða á öllu mótahaldi það sem eftir sé ársins 2020. Iðkendur og aðildarfélög geti ekki gengið að því vísu að mótahald gangi eftir. Enn er á dagskrá að bikarkeppni FRÍ, fyrir fullorðna sem og fyrir 15 ára og yngri, fari fram 15. ágúst. Mótin eiga að fara fram á Selfossvelli. Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er.
Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er.
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07
Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21