Stjarnan fær mann sem að hafnaði Barcelona til að spila fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 19:30 Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen eru komnir í Stjörnuna þar sem Patrekur Jóhannesson er þjálfari. samsett mynd/@stjarnan handbolti Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við tvo efnilega leikmenn sem leikið hafa saman upp öll yngri landslið Íslands. Þetta eru þeir Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen, sem báðir eru fæddir árið 2002 og bætast nú í leikmannahóp Patreks Jóhannessonar sem tók við Stjörnunni í sumar. Gunnar Hrafn, sem er miðjumaður og skytta, er sonur Páls Þórólfssonar sem var á sínum tíma samherji Patreks hjá Essen í Þýskalandi. Gunnar Hrafn er uppalinn í Gróttu og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki 15 ára. Bróðir hans, Aron Dagur, lék með Stjörnunni áður en hann fór til Alingsås í Svíþóð í fyrra. Í fréttatilkynningu Stjörnunnar segir að Adam, sem er markmaður, hafi boðist að fara til reynslu hjá spænska stórliðinu Barcelona árið 2018. Adam hafði þá staðið sig vel með ungmennalandsliði Íslands, en hann kaus að hafna boðinu til að spila fótbolta. Adam er uppalinn ÍR-ingur en er nú kominn til Stjörnunnar í handboltanum og skipti yfir í Víking R. í fótboltanum síðasta vetur, þar sem hann lék með 2. flokki félagsins. Miðað við tilkynningu Stjörnunnar hefur Adam nú ákveðið að einbeita sér að handboltanum. „Við hjá Stjörnunni erum mjög spennt að fá ungan og jafn hæfileikaríkan markmann og Adam. Það verður frábært að fylgja honum næstu árin og þróa hans hæfileika,“ segir Stephen Nielsen markmannsþjálfari Stjörnunnar. Brynjar Darri Baldursson og Sigurður Dan Óskarsson munu ásamt Adam leysa markmannsstöðuna hjá Stjörnunni í vetur. Í vor gekk Stjarnan frá samkomulagi við markahæstu leikmenn KA og HK, þá Dag Gautason og Pétur Árna Hauksson, sem munu spila með liðinu í vetur. Hafþór Már Vignisson, sem var næstmarkahæstur hjá ÍR á síðustu leiktíð, er einnig kominn í Garðabæinn. Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Tengdar fréttir Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45 Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15 Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við tvo efnilega leikmenn sem leikið hafa saman upp öll yngri landslið Íslands. Þetta eru þeir Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen, sem báðir eru fæddir árið 2002 og bætast nú í leikmannahóp Patreks Jóhannessonar sem tók við Stjörnunni í sumar. Gunnar Hrafn, sem er miðjumaður og skytta, er sonur Páls Þórólfssonar sem var á sínum tíma samherji Patreks hjá Essen í Þýskalandi. Gunnar Hrafn er uppalinn í Gróttu og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki 15 ára. Bróðir hans, Aron Dagur, lék með Stjörnunni áður en hann fór til Alingsås í Svíþóð í fyrra. Í fréttatilkynningu Stjörnunnar segir að Adam, sem er markmaður, hafi boðist að fara til reynslu hjá spænska stórliðinu Barcelona árið 2018. Adam hafði þá staðið sig vel með ungmennalandsliði Íslands, en hann kaus að hafna boðinu til að spila fótbolta. Adam er uppalinn ÍR-ingur en er nú kominn til Stjörnunnar í handboltanum og skipti yfir í Víking R. í fótboltanum síðasta vetur, þar sem hann lék með 2. flokki félagsins. Miðað við tilkynningu Stjörnunnar hefur Adam nú ákveðið að einbeita sér að handboltanum. „Við hjá Stjörnunni erum mjög spennt að fá ungan og jafn hæfileikaríkan markmann og Adam. Það verður frábært að fylgja honum næstu árin og þróa hans hæfileika,“ segir Stephen Nielsen markmannsþjálfari Stjörnunnar. Brynjar Darri Baldursson og Sigurður Dan Óskarsson munu ásamt Adam leysa markmannsstöðuna hjá Stjörnunni í vetur. Í vor gekk Stjarnan frá samkomulagi við markahæstu leikmenn KA og HK, þá Dag Gautason og Pétur Árna Hauksson, sem munu spila með liðinu í vetur. Hafþór Már Vignisson, sem var næstmarkahæstur hjá ÍR á síðustu leiktíð, er einnig kominn í Garðabæinn.
Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Tengdar fréttir Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45 Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15 Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45
Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15
Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30