Hitamældur í hvert sinn sem hann kemur heim til sín Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2020 18:49 Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Íslands í Kína. Sendiherra Íslands í Kína segir samstarf stjórnvalda og almennings á Íslandi hafa skilað jafn góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna og járnaginn í Kína. Íslenskum fyrirtækjum hafi vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri og áhugi á nýtingu jarðvarma aukist til muna þar í landi Sendiherrann segir ástandið þar nú heldur skárra en víða í heimunum sökum strangra sóttvarnaráðstafana. Allir gangi með grímur og krafðir um staðfestingu á að þeir séu einkennalausir. „Í fyrsta lagi er hver einasti maður á ferli með grímu. Ef maður fer inn í verslanahverfi eða miðstöðvar þarf maður að sýna app í símanum sínum til að sýna að maður sé einkennalaus. Síðan er mjög gjarnan tekið hitastig líka, tekið niður símanúmer og ýmsar upplýsingar. Ég bý í fjölbýlishúsi spottakorn frá sendiráðinu og það er tekið hitastig á mér í hvert einasta skipti sem ég kem heim,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson. Öllum útlendingum er bannað að koma til Kína. „Í raun og veru þarf sérstakar ástæður til að fara aftur til Kína. Allar vegabréfsáritanir og dvalarleyfi hafa fallið úr gildi. Ég veit um fólk sem bæði hefur verið viðskiptum og hefur verið lengi, sem er strandaglópar á Íslandi því áritun þeirra var felld úr gildi. Íslenskir námsmenn sem fóru í frí í kringum kínverska nýárið hefur ekki getað snúið til baka sem og þeir sem fóru heim vegna veikinda í fjölskyldu hafa ekki getað farið aftur til Kína.“ Gunnar er í fríi á Íslandi og mun fá að snúa aftur til Kína sökum stöðu hans sem sendiherra. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið dásamlega. „Ég hef oft sagt það sjálfur að fyrst þá gat maður ekki annað en dáðst að því hvað Kínverjar tóku þetta föstum og öruggum tökum. Ég hef hugsað með mér hvort þetta væri hægt annarstaðar. Mér sýnist að hér á Íslandi hafi náðst alveg sami árangur með samstarfi stjórnvalda og almennings en ekki þessum járnaga sem ríkir í Kína.“ Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri að sögn Gunnars. Þar á meðal er mikill gangur hjá íslenska fyrirtækinu Arctic Green Energy sem hefur komið að uppbyggingu hitaveitna í 60 borgum í Kína. Gunnar segir áhugan á nýtingu jarðvarma í Kína hafa aukist í faraldrinum. „Eitt af því sem kínversk stjórnvöld eru að gera til að hleypa lífi í efnahaginn aftur er að auka framkvæmdir og fjárfestingar í innviðum. Það hefur komið ágætlega út fyrir framkvæmdir sveitarfélaga og héraðsyfirvalda hér og þar í Kína. Þetta hefur jafnvel orðið til að auka uppbyggingu jarðvarma í Kína.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Utanríkismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sendiherra Íslands í Kína segir samstarf stjórnvalda og almennings á Íslandi hafa skilað jafn góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna og járnaginn í Kína. Íslenskum fyrirtækjum hafi vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri og áhugi á nýtingu jarðvarma aukist til muna þar í landi Sendiherrann segir ástandið þar nú heldur skárra en víða í heimunum sökum strangra sóttvarnaráðstafana. Allir gangi með grímur og krafðir um staðfestingu á að þeir séu einkennalausir. „Í fyrsta lagi er hver einasti maður á ferli með grímu. Ef maður fer inn í verslanahverfi eða miðstöðvar þarf maður að sýna app í símanum sínum til að sýna að maður sé einkennalaus. Síðan er mjög gjarnan tekið hitastig líka, tekið niður símanúmer og ýmsar upplýsingar. Ég bý í fjölbýlishúsi spottakorn frá sendiráðinu og það er tekið hitastig á mér í hvert einasta skipti sem ég kem heim,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson. Öllum útlendingum er bannað að koma til Kína. „Í raun og veru þarf sérstakar ástæður til að fara aftur til Kína. Allar vegabréfsáritanir og dvalarleyfi hafa fallið úr gildi. Ég veit um fólk sem bæði hefur verið viðskiptum og hefur verið lengi, sem er strandaglópar á Íslandi því áritun þeirra var felld úr gildi. Íslenskir námsmenn sem fóru í frí í kringum kínverska nýárið hefur ekki getað snúið til baka sem og þeir sem fóru heim vegna veikinda í fjölskyldu hafa ekki getað farið aftur til Kína.“ Gunnar er í fríi á Íslandi og mun fá að snúa aftur til Kína sökum stöðu hans sem sendiherra. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið dásamlega. „Ég hef oft sagt það sjálfur að fyrst þá gat maður ekki annað en dáðst að því hvað Kínverjar tóku þetta föstum og öruggum tökum. Ég hef hugsað með mér hvort þetta væri hægt annarstaðar. Mér sýnist að hér á Íslandi hafi náðst alveg sami árangur með samstarfi stjórnvalda og almennings en ekki þessum járnaga sem ríkir í Kína.“ Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri að sögn Gunnars. Þar á meðal er mikill gangur hjá íslenska fyrirtækinu Arctic Green Energy sem hefur komið að uppbyggingu hitaveitna í 60 borgum í Kína. Gunnar segir áhugan á nýtingu jarðvarma í Kína hafa aukist í faraldrinum. „Eitt af því sem kínversk stjórnvöld eru að gera til að hleypa lífi í efnahaginn aftur er að auka framkvæmdir og fjárfestingar í innviðum. Það hefur komið ágætlega út fyrir framkvæmdir sveitarfélaga og héraðsyfirvalda hér og þar í Kína. Þetta hefur jafnvel orðið til að auka uppbyggingu jarðvarma í Kína.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Utanríkismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira