Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/MICHAEL REYNOLD Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina. „Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna. Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt. Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“ Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila. Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð. Bandaríkin Kína Microsoft Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina. „Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna. Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt. Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“ Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila. Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð.
Bandaríkin Kína Microsoft Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira