Gera þarf ráðstafanir til að takmarka farþegafjölda ef ríkjum verður bætt aftur á hættulista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 12:09 Ríflega tvö þúsund sýni hafa verið tekin á landamærum undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Gera þarf ráðstafanir til að takmarka fjölda farþega sem koma til landsins ef ríkjum á hættulista verður fjölgað að mati sóttvarnalæknis. Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Sem stendur þurfa þeir sem koma til landsins frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi, hvorki að fara í skimun né sóttkví. Til skoðunar er hvort einhver þessara ríkja fari aftur á hættulista að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Við erum að skoða aukninguna á tilfellum í þessum löndum og sjá hvort að það er tilefni til að setja þau aftur á hættulista. Það er bara ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Það flækir málin að stór hluti þeirra sem kemur til landsins kemur frá þessum ríkjum, þar af flestir frá Danmörku og Þýskalandi. „Það mun breyta töluverðu varðandi okkar getu til að taka sýni því að við erum með ákveðna takmörkun á því hér innanlands. En fyrst og fremst erum við náttúrlega bara að hugsa um það að reyna að lágmarka áhættuna af því að veiran komist hingað inn til lands.“ Sem dæmi voru tekin rúmlega tvö þúsund sýni á landamærum í fyrradag en alls komu um 3400 farþegar til landsins þann dag. Gefur því augaleið, að ef þessum ríkjum yrði bætt aftur á hættulista, myndi það auka álag við skimun á landamærum en afkastagetan nú miðast við um og yfir tvö þúsund sýni á dag. Ef til þess kemur þyrfti að gera ráðstafanir til að takmarka fjölda þeirra sem koma til landsins að mati Þórólfs. „Það finnst mér alla veganna og það er ósköp einfalt að ef við höfum takmarkaða getu til sýnatöku og ætlum að miða farþegafjöldann til landsins við það að þá þurfum við að hafa einhver úrræði til að takmarka enn frekar. En þetta er bara allt í skoðun og hvað kemur út úr því er svo sem erfitt að segja á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Gera þarf ráðstafanir til að takmarka fjölda farþega sem koma til landsins ef ríkjum á hættulista verður fjölgað að mati sóttvarnalæknis. Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Sem stendur þurfa þeir sem koma til landsins frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi, hvorki að fara í skimun né sóttkví. Til skoðunar er hvort einhver þessara ríkja fari aftur á hættulista að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Við erum að skoða aukninguna á tilfellum í þessum löndum og sjá hvort að það er tilefni til að setja þau aftur á hættulista. Það er bara ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Það flækir málin að stór hluti þeirra sem kemur til landsins kemur frá þessum ríkjum, þar af flestir frá Danmörku og Þýskalandi. „Það mun breyta töluverðu varðandi okkar getu til að taka sýni því að við erum með ákveðna takmörkun á því hér innanlands. En fyrst og fremst erum við náttúrlega bara að hugsa um það að reyna að lágmarka áhættuna af því að veiran komist hingað inn til lands.“ Sem dæmi voru tekin rúmlega tvö þúsund sýni á landamærum í fyrradag en alls komu um 3400 farþegar til landsins þann dag. Gefur því augaleið, að ef þessum ríkjum yrði bætt aftur á hættulista, myndi það auka álag við skimun á landamærum en afkastagetan nú miðast við um og yfir tvö þúsund sýni á dag. Ef til þess kemur þyrfti að gera ráðstafanir til að takmarka fjölda þeirra sem koma til landsins að mati Þórólfs. „Það finnst mér alla veganna og það er ósköp einfalt að ef við höfum takmarkaða getu til sýnatöku og ætlum að miða farþegafjöldann til landsins við það að þá þurfum við að hafa einhver úrræði til að takmarka enn frekar. En þetta er bara allt í skoðun og hvað kemur út úr því er svo sem erfitt að segja á þessari stundu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira